Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 33
„Undrið“ í spœnskri menningarbaráttu
til á sama tíma og blómaskeið hefst í
bókmenntunum. Á Spáni hefur ný
tegund bókmennta rutt sér til rúms,
kjarni hennar er gagnrýni á Frankó-
sinna og þær boða lýðræðislegar, og
að sumu leyti sósíalskar, hugsjónir.
Að þessum bókmenntum standa mörg
ágæt skáld og rithöfundar, leikrita-
og kvikmyndahöfundar, svo sem Jes-
ús Fernández Santos, Armando Ló-
pez Pacheco, Juan Goytisolo, Blas de
Otero, Angel Gonzalez, Alfonso
Sastre, Berlanga Diamante og margir
margir fleiri. Að telja upp alla blaða-
menn, gagnrýnendur, málara, leik-
stjóra og fleiri sem styðja þessa
menningarhreyfingu yrði alltof langt
mál í þessari blaðagrein.
í þessari vinstrisinnuðu fylkingu
— öll andspyrna gegn Frankó, hversu
væg sem hún er, verður að kallast
vinstrisinnuð — eru nokkur afbrigði,
sem til skilningsauka skal hér lýst að
nokkru. f henni eru meðal annarra
gamlir flokksmenn Frankós og for-
ingjar flokka sem lengst stóðu til
hægri (Ruiz Jeménez, Gil Robles, Di-
onisio Ridruejo og margir fleiri).
Þar eru einnig vísindamenn, rithöf-
undar og listamenn, sem þangað til
fyrir skömmu töldu sig ópólitíska og
höfðu sitt eigið kreddukerfi, (meðal
þeirra eru hinn þekkti spænski mið-
aldafræðingur Ramón Menéndez Pi-
dal, ljóðskáldið Vicente Aleixandre
ofL).
Þegar ég tala um vinstrisinnaða
andspyrnu á ég líka við bókmenntir,
pólitískar, þjóðfélagslegar og heim-
spekilegar og einnig skáldsögur, leik-
rit og kvikmyndir sem teljast mega
frj álslyndar, að minnsta kosti í aug-
um borgara lands, þar sem stétt léns-
herra og konungssinna og kirkju er
allsráðandi. Fylkingin hefur á stefnu-
skrá sinni deilingu stórjarða, afnám
einokunar og lýðræðislegt réttarfar.
Það má til sanns vegar færa að hún,
í mörgum tilfellum, aðhyllist marx-
isma, raunar hikandi og gegn ásetn-
ingi sínum, en það er önnur saga.
José Luis Aranguren, katólskur pró-
fessor við háskólann í Madrid rök-
ræðir við marxista með marxískum
röksemdum. Það þýðir að Arangur-
en, sem þekkir marxisma aðeins eins
og hann er skýrður og afskræmdur
af katólsku kirkjunni, lærir að skilja
marxískan húmanisma við það að
beita aðferðum hans í gagnrýni á af-
skræmingu hugsjóna hans. Dionisio
Ridruejo er líka alltaf að endurskoða
og breyta pólitískum skoðunum sín-
um og reynir að forðast grundvallar-
reglur marxismans, en það er árang-
urslaust, þær skína alstaðar í gegn í
rökum hans. Þetta eru engin eins-
dæmi, en þau eru einkennandi fyrir
spánverja, sem nú á tímum eru að
reyna að átta sig á stjórnmálum og
menningu. Til þess að sannfærast um
þetta þarf ekki annað en blaða í
mörgum menningartímaritum, jafn-
vel þeim íhaldssömustu, til þess að
23