Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 35
„Undrið“ í spœnskri menningarbaráttu
Sweezy og Dobbs. Þessar bækur voru
látnar ganga manna á milli ásamt af-
ritum af ljóðum sem Miguel Hernán-
dez orti í fangelsinu. Allt verkaði
þetta eins og sprengiefni í baráttunni
gegn Frankó og falangistum. Orð
Miguels de Unamunos: Ekki er nóg
að sigra, það þarf að sannfæra,
reyndust rétt: Hersveitir Frankós
unnu aðeins hernaðarlegan sigur.
Menningarstefnuskrá
hershöfðingjans
Það væri rangt að skoða þátttöku
fyrrverandi falangista og hægri
menntamanna í andspyrnuhreyfing-
unni aðeins sem tækifærissinnaða
pólitík. í andlegri þróun þeirra og
annarra kemur fram nýtt sögulegt at-
riði: skipbrot hugsjóna spænsks aft-
urhalds, einmitt þegar þær hafa náð
sínum sögulega hátindi, eftir sigur
Frankós. Því að aldrei mun aftur-
haldinu auðnast framar að leggja
undir sig, eins og þá, menningarlíf
þjóðarinnar.
Án þess að reyna að svara þeirri
spurningu hvort fasisminn sé þess
megnugur að skapa sína eigin menn-
ingu má benda á það, að hugsjónir
hans, sem þröngvað var upp á þjóð-
ina með vopnavaldi 1939, höfðu upp
á lítið nýtt að bjóða. Sérhver hugs-
andi spánverji sá, að bakvið forhlið
hugmynda falangista um „einveldi“
„hreinan kynþátt“ og „friðsamlega
lausn stéttabaráttunnar“ lá sama
hugsunin og, einni öld áður, hjá
Ferdinand VII. og Calomarde um
pólitískt líf þjóðarinnar og heim-
speki Rancios, klerksins sem stað-
hæfði að Galilei, Newton, Descartes
og náttúruvísindin væru sköpunar-
verk djöfulsins. Menningarstefnuskrá
Frankós, þegar hann var búinn að
festa sig í sessi eftir morðin á miljón
manna í borgarastyrj öldinni, var hin
sama og verið hafði í lok 18. aldar:
skólaspeki miðalda, ritskoðun rann-
sóknarréttarins, dauð mælskufræði,
fj andskapur við vísindin og skinhelg-
ar sannfæringar. Menningarfulltrúar
hans stunduðu áróður sinn í fyrir-
lestrasölum, kennarastólum, blöðum
og tímaritum, fordæmdu allar nýj-
ungar í þjóðfélagsmálum og öll til-
raunavísindi.
En brátt kom til sundurþykkju hjá
þessum flokksmönnum Frankós. Ung-
ir vísindamenn sem höfðu, fullir af
borgaralegum fordómum, aðhyllzt
þessi gervivísindi, hvort sem það var
nú af ótta við alþýðuna eða af
menntamannlegum sj álfbyrgingsskap,
ellegar af því, að þeir höfðu látið
sannfærast af áróðri falangista, urðu
þess nú skyndilega varir að vísinda-
legum frama þeirra var hætta búin ef
þeir yrðu grunaðir um að hafa ekki
verið við messu einhvern sunnudag-
inn. Einnig fékk skáldsagnahöfundur-
inn Garcia Serrano, að reyna það, að
bók hans „Trygga fótgönguliðið“ var
bönnuð af ritskoðuninni, þótt hún
25