Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 39
„UndriS“ í spœnskri menningarbaráttu anna má sjá með samanburði á því hvernig gömul tímarit voru skrifuð meðan þau voru 'málgögn hinna ó- pólitísku og hvernig þau eru skrifuð nú. Og ekki aðeins í greinum ungra höfunda er að finna framþróunina, heldur hinna eldri sem gefið hafa hlutleysið upp á bátinn. Stjórnmála- þróunin gerir einnig vart við sig í leiklist og kvikmyndum, í skapandi list og bókmenntum. í dag hugsar spænski menntamaðurinn sig tvisvar um áður en hann tekur hlutlausa og ópólitíska afstöðu gagnvart stéttabar- áttunni, baráttunni fyrir frelsi. Hann veit, að sú afstaða er skammsýn, að með henni væri hann að þjóna fal- angistum eða Opus Dei. „Undrið“ í spænskri menningar- baráttu felur í sér afleiðingar sem ná út yfir takmörk andspymunnar gegn Frankó. Samfylking spænskra mennta- manna á sér markmið sem verður að keppa að, jafnvel eftir að einræðið hefur verið að velli lagt. Eitt þeirra er að brjóta á bak aftur íhaldssemi spænskrar hugsj ónafræði og vinna bug á ópólitískri afstöðu frjálslyndra borgara. Gagnsókn Frankós Spænskir menntamenn geta ekki hvílzt á lárviðarbeði sínum. Ennþá lifir fasisminn og reynslan sýnir að hann bíður eftir hentugu tækifæri til að hefja gagnsókn, sem ugglaust verður í sama anda og sóknin 1939: ofsækja menntamennina, skjóta þá og fangelsa. Osigur Frankós 1958 varð til þess að hann lét undan síga, en aðeins í bili. Einræðisherrann hef- ur margtekið það fram að hann muni stjórna spænsku þjóðinni með sömu aðferðum og hann notaði í Afríku- stríðinu og „krossferð“ sinni á Spáni, það er að segja, með því að láta stundum undan síga til þess að undir- búa nýtt áhlaup. Stjórnin sem var endurskipulögð 1962 og einfeldningarnir kölluðu „frjálslynda" stjórn er, samkvæmt fyrirætlunum Frankós, ekkert annað en herráð hans sem stjórnar stríðinu gegn spænsku þjóðinni. í þessari stjórn eru ráðherrar sem hafa það hlutverk að stjórna undanhaldinu, og aðrir sem brýna hnífana undir væntanlega gagnsókn. Hinum fyrri tilheyrir Fraga Irebame, hinum síð- ari innanríkisráðherra Alonso Vega og Jorge Vigón, fyrrverandi „hetja“ í „krossferðinni“. Frjálslyndisstefnu hans sýnir greinilega ritgerð hans í febrúarhefti tímaritsins ,,Ateneo“. í henni brýnir hann fyrir öllum „góð- um spánverjum“ að vera á verði gegn yfirvofandi hættu: spænskt for- lag ætli að gefa út ljóð Miguels Her- nández. Lokaorð Vigóns eru: furða og viðbjóður grípa hvem fordóma- lausan mann sem forðast vill að verða undir skriðdrekum rússa og þessum Ijóðum samherja þeirra. En fyrst það er ekki enn tímabært 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.