Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 39
„UndriS“ í spœnskri menningarbaráttu
anna má sjá með samanburði á því
hvernig gömul tímarit voru skrifuð
meðan þau voru 'málgögn hinna ó-
pólitísku og hvernig þau eru skrifuð
nú. Og ekki aðeins í greinum ungra
höfunda er að finna framþróunina,
heldur hinna eldri sem gefið hafa
hlutleysið upp á bátinn. Stjórnmála-
þróunin gerir einnig vart við sig í
leiklist og kvikmyndum, í skapandi
list og bókmenntum. í dag hugsar
spænski menntamaðurinn sig tvisvar
um áður en hann tekur hlutlausa og
ópólitíska afstöðu gagnvart stéttabar-
áttunni, baráttunni fyrir frelsi. Hann
veit, að sú afstaða er skammsýn, að
með henni væri hann að þjóna fal-
angistum eða Opus Dei.
„Undrið“ í spænskri menningar-
baráttu felur í sér afleiðingar sem ná
út yfir takmörk andspymunnar gegn
Frankó. Samfylking spænskra mennta-
manna á sér markmið sem verður að
keppa að, jafnvel eftir að einræðið
hefur verið að velli lagt. Eitt þeirra
er að brjóta á bak aftur íhaldssemi
spænskrar hugsj ónafræði og vinna
bug á ópólitískri afstöðu frjálslyndra
borgara.
Gagnsókn Frankós
Spænskir menntamenn geta ekki
hvílzt á lárviðarbeði sínum. Ennþá
lifir fasisminn og reynslan sýnir að
hann bíður eftir hentugu tækifæri til
að hefja gagnsókn, sem ugglaust
verður í sama anda og sóknin 1939:
ofsækja menntamennina, skjóta þá
og fangelsa. Osigur Frankós 1958
varð til þess að hann lét undan síga,
en aðeins í bili. Einræðisherrann hef-
ur margtekið það fram að hann muni
stjórna spænsku þjóðinni með sömu
aðferðum og hann notaði í Afríku-
stríðinu og „krossferð“ sinni á Spáni,
það er að segja, með því að láta
stundum undan síga til þess að undir-
búa nýtt áhlaup.
Stjórnin sem var endurskipulögð
1962 og einfeldningarnir kölluðu
„frjálslynda" stjórn er, samkvæmt
fyrirætlunum Frankós, ekkert annað
en herráð hans sem stjórnar stríðinu
gegn spænsku þjóðinni. í þessari
stjórn eru ráðherrar sem hafa það
hlutverk að stjórna undanhaldinu,
og aðrir sem brýna hnífana undir
væntanlega gagnsókn. Hinum fyrri
tilheyrir Fraga Irebame, hinum síð-
ari innanríkisráðherra Alonso Vega
og Jorge Vigón, fyrrverandi „hetja“
í „krossferðinni“. Frjálslyndisstefnu
hans sýnir greinilega ritgerð hans í
febrúarhefti tímaritsins ,,Ateneo“. í
henni brýnir hann fyrir öllum „góð-
um spánverjum“ að vera á verði
gegn yfirvofandi hættu: spænskt for-
lag ætli að gefa út ljóð Miguels Her-
nández. Lokaorð Vigóns eru: furða
og viðbjóður grípa hvem fordóma-
lausan mann sem forðast vill að verða
undir skriðdrekum rússa og þessum
Ijóðum samherja þeirra.
En fyrst það er ekki enn tímabært
29