Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar
að senda á veltvang stórskotalið gegn
ljóðum skáldsins eru ýmsar aðferðir
hafðar uppi til að einangra verkalýð-
inn frá byltingarsinnuðum áhrifum.
Gjörræðislegar lagabeitingar Frankó-
sinna bj óða upp á mörg tiltök í þeim
efnum. Þannig er til að mynda
menntamönnum, sem handteknir eru,
veitt ýms sérréttindi, þeim er ekki
skilyrðislaust misþyrmt, mál þeirra
eru lögð undir úrskurð borgaralegra
dómstóla, þeim er ekki stefnt fyrir
herrétt, eins og verkamönnunum,
verði þeir sekir fundnir hljóða dóm-
arnir upp á 1—3 ár, ekki 12, 15 og
20, eins og dómar yfir verkamönnum
sem dæmdir eru fyrir sömu „sakir“.
Stúdentar eru venjulega dæmdir í
fjársektir og missi akademískra rétt-
inda, fangelsin eru fyrst og fremst
handa öreigum og verkfallsmönnum.
Aftaka Julián Grimaus er ekki í
neinni mótsögn við þessar ráðstafan-
ir dómstólanna, öllu fremur rökrétt
afleiðing. Þessar tilslakanir í dómum
eru nefnilega aðeins veittar yngstu
fulltrúum menntamanna, stúdentum,
sonum háttsettra manna í liði Fankós,
yfirleitt andstæðingum sem fasistar
hafa von um að hverfi aftur í þeirra
skaut. Sé menntamaður hinsvegar
„alveg fortapaður“, standi óhaggan-
legur með verkalýðnum og eigin
framliði, gerir kúgunarvélin engan
mismun á þeim og verkamönnum.
Um það vitna dómar yfir kommún-
ískum menntamönnum, svo sem
blaðamanninum Pericás, listmálaran-
um Ibarrola ofl. ofl.
Þessar herneskjulegu hegningar-
ráðstafanir eru studdar sálfræðileg-
um aðgerðum Fragas Iribarnes og
meðstarfsmanna hans. Hér er ekki
auðið að gera neina viðhlítandi grein
fyrir þessum aðferðum, þær eru ekki
fyrst og fremst hryðjuverk og ógnar-
stjórn, markmið þeirra er að venja
maga Frankóismans við að melta
andlega andspyrnu og breyta bylt-
ingarsinnaðri alvöru hennar í óskað-
legt næringarefni. Fraga er leikinn í
þeirri list, sem hann beitti þegar hann
var forstjóri „pólitískrar námsstofn-
unar spænskrar menningar“. Aðferð-
in hefst á mútum, heldur áfram með
gildrum og klækjum, rógi og hótun-
um og endar venjulega í ofbeldisverk-
um.
„Frjálslyndisstefna“ Fragas
Fraga og nánustu samstarfsmenn
hans sýna mikla tvöfeldni í ráðherra-
embættum sínum. Opinberlega fylgja
þeir stefnu Frankós, en eru nógu háls-
liðamjúkir til að þykjast vera „frjáls-
lyndir“ í samskiptum sínum við
menntamenn, hvetja þá til að bera
fram kröfur sínar, láta á sér skilja að
þeir séu þeim hlynntir og mótsnúnir
hinum „hörðu“ (los duros) í ríkis-
stjórninni, bjóðast til að fá úr gildi
numda ritskoðunina og heita þeim
fj árhagslegum og tæknilegum hags-
munum. í staðinn eiga menntamenn-
30