Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 57
Helreið
hann ríður hjá. Þá sérðu hann aftur, og orðin svörtu verða ómerk, og
þú getur sagt: Guð veri með þér — svo honum verði hægt í hug.
maurya (tekur brauðið): Verð ég komin þangað eins fljótt og hann?
cathleen: Ef þú ferð undir eins.
maurya (stendur upp, reikul): Mér er ekki auðvelt um gang.
cathleen (horfir á hana með áhyggjusvip): Fáðu henni stafinn, Nora, ann-
ars kynni hún að hrasa á stóru steinunum.
nora: Hvaða staf?
cathleen: Stafinn, sem Michael kom með frá Connemara.
MAURYA (tekur við stafnum af Noru): Úti í heiminum stóra, þar skilur
gamla fólkið hlutina eftir handa sonum sínum og börnum, en á þessum
stað skilja ungu mennirnir hlutina eftir handa þeim sem eru orðnir gamlir.
(Hún staulast út. Nora gengur að stiganum).
cathleen: Bíddu, Nora, hver veit nema hún komi fljótlega aftur. Hún er
svo yfirkomin, guð hjálpi henni, að það er aldrei að vita hvað hún kann
að gera.
nora: Er hún komin handur fyrir runnann?
cathleen (horfir út): Hún er komin í hvarf. Komdu fljótt niður með bögg-
ulinn, því herrann má vita hvenær henni kann að skjóta upp aftur.
NORA (tekur böggulinn af loftskörinni): Ungi presturinn sagðist fara fram-
hjá á morgun, og við gætum komið oneftir og talað við hann ef fötin
væru með vissu af Michael.
CATHLEEN (tekur við bögglinum): Sagði hann, hvernig þau hefðu fundizt?
NORA (kemur ofan): „Það voru tveir menn“, sagði hann, „sem voru að róa
með heimabrugg seint um nótt, og ár annars þeirra kom á líkið, þar sem
þeir reru undir svörtu björgunum í norðri“.
CATHLEEN (reynir að opna böggulinn): Fáðu mér hníf, Nora; snærið er
hart af saltinu í sjónum, og það er á því svartur hnútur, sem ekki yrði
leystur á heilli viku.
NORA (fœr henni hnífinn): Ég hef heyrt það sé langt norður til Donegal.
CATHLEEN (sker sundur snœrið): Það er þó víst og satt. Það var maður
hérna á ferð nýlega — sá sem seldi okkur hnífinn — og hann sagði að
sá sem legði upp fótgangandi frá klettunum fyrir handan, hann yrði ekki
kominn til Donegal fyrr en eftir sjö daga.
Nora: Og sá sem ræki þangað, hvað yrði hann lengi?
(Cathleen opnar böggulinn og tekur upp sokk. Þcer virða
hann fyrir sér með ákefð í svipnum).
47