Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 57
Helreið hann ríður hjá. Þá sérðu hann aftur, og orðin svörtu verða ómerk, og þú getur sagt: Guð veri með þér — svo honum verði hægt í hug. maurya (tekur brauðið): Verð ég komin þangað eins fljótt og hann? cathleen: Ef þú ferð undir eins. maurya (stendur upp, reikul): Mér er ekki auðvelt um gang. cathleen (horfir á hana með áhyggjusvip): Fáðu henni stafinn, Nora, ann- ars kynni hún að hrasa á stóru steinunum. nora: Hvaða staf? cathleen: Stafinn, sem Michael kom með frá Connemara. MAURYA (tekur við stafnum af Noru): Úti í heiminum stóra, þar skilur gamla fólkið hlutina eftir handa sonum sínum og börnum, en á þessum stað skilja ungu mennirnir hlutina eftir handa þeim sem eru orðnir gamlir. (Hún staulast út. Nora gengur að stiganum). cathleen: Bíddu, Nora, hver veit nema hún komi fljótlega aftur. Hún er svo yfirkomin, guð hjálpi henni, að það er aldrei að vita hvað hún kann að gera. nora: Er hún komin handur fyrir runnann? cathleen (horfir út): Hún er komin í hvarf. Komdu fljótt niður með bögg- ulinn, því herrann má vita hvenær henni kann að skjóta upp aftur. NORA (tekur böggulinn af loftskörinni): Ungi presturinn sagðist fara fram- hjá á morgun, og við gætum komið oneftir og talað við hann ef fötin væru með vissu af Michael. CATHLEEN (tekur við bögglinum): Sagði hann, hvernig þau hefðu fundizt? NORA (kemur ofan): „Það voru tveir menn“, sagði hann, „sem voru að róa með heimabrugg seint um nótt, og ár annars þeirra kom á líkið, þar sem þeir reru undir svörtu björgunum í norðri“. CATHLEEN (reynir að opna böggulinn): Fáðu mér hníf, Nora; snærið er hart af saltinu í sjónum, og það er á því svartur hnútur, sem ekki yrði leystur á heilli viku. NORA (fœr henni hnífinn): Ég hef heyrt það sé langt norður til Donegal. CATHLEEN (sker sundur snœrið): Það er þó víst og satt. Það var maður hérna á ferð nýlega — sá sem seldi okkur hnífinn — og hann sagði að sá sem legði upp fótgangandi frá klettunum fyrir handan, hann yrði ekki kominn til Donegal fyrr en eftir sjö daga. Nora: Og sá sem ræki þangað, hvað yrði hann lengi? (Cathleen opnar böggulinn og tekur upp sokk. Þcer virða hann fyrir sér með ákefð í svipnum). 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.