Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 60
Tímarit Máls og menningar
því lík hans hefur fundizt langt í norðri, og hann hefur fengið heiðarlega
greftrun fyrir náð guðs.
MAURYA (viss í sinni sök): Ég er nýbúin að sjá hann, einmitt í dag, ríðandi
á harðastökki. Bartley kom á undan á rauðu hryssunni; og ég reyndi að
segja „guð veri með þér“, en það var eitthvað sem kæfði orðin í hálsinum
á mér. Hann fór hratt framhjá; og „guð blessi þig“, segir hann, og ég
kom ekki upp orði. Svo leit ég upp, með grátstafinn í kverkunum, og sá
hvar gráa trippið kom, og Michael sat á baki þess — í fallegum fötum,
og með nýja skó á fótunum.
CATHLEEN (tekur að gefa frá sér harmahljóð): Við erum búnar að vera frá
þessum degi. Við erum svo sannarlega búnar að vera.
nora: Sagði ekki ungi presturinn, að guð almáttugur færi ekki að láta hana
standa uppi eina og sonarlausa?
maurya (lágt, en skýrt): Hann og hans líkar bera lítið skynbragð á sjóinn
... Það er úti um Bartley, og kallið þið nú á Eamon að smíða mér góða
kistu úr hvítu borðunum, því ég vil ekki lifa eftir þá. Maðurinn minn, og
faðir hans, og sex synir, ég hef haft þá alla hér í húsinu — sex væna drengi,
þó ég kæmi hart niður að þeim öllum þegar ég fæddi þá i heiminn — og
sumir þeirra fundust, og sumir fundust ekki, en nú eru þeir farnir allir
saman .. . Það voru Stephen og Shawn, sem fórust í storminum mikla,
og fundust seinna í Flóa Gregorys gullinmynnta, og voru bornir tveir
saman á einum planka inn um þessar dyr.
(Hún þagnar andartak, en slúlkurnar hrökkva við eins og
þœr liafi heyrt eitthvað gegnum dyrnar, sem standa í hálfa
gátt að baki þeim).
nora (hvíslandi): Heyrðirðu þetta, Cathleen? Heyrðirðu ekki einhvern há-
vaða hérna norðausturundan?
cathi.een (hvíslandi): Það var einhver að hrópa útvið ströndina.
maurya (heyrir ekkert, heldur áfram): Það voru Sheamus og faðir hans,
og líka hans faðir, sem týndust á dimmri nóttu, og af þeim sást ekki tangur
né tötur þegar sólin reis. Það var Patch, sem drukknaði þegar skelinni
hvolfdi undir honum. Ég sat hér með Bartley, og hann hvítvoðungur í
keltu minni, og ég sá tvær konur, og þrjár konur, og fjórar konur koma
inn, og þær signdu sig og sögðu ekki eitt einasta orð. Þá leit ég út, og
það voru karlmenn á eftir þeim, og þeir héldu á einhverju í hálfu, rauðu
50