Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 62
Tímarit Máls og menningar
þegar sunnanvindurinn gengur upp, og maður heyrir brimið brjóta í
austri, og það er brimgangur í vestri, og verður mikill gnýr þegar hljóð-
unum lýstur saman úr tveimur áttum. Nú kallar mig ekkert lengur að fara
á fætur og sækja Vígt Vatn um dimmar nætur eftir Allraheilagramessu;
og þegar aðrar konur kveina af sorg, læt ég mig einu gilda hvernig sjór-
inn er. (Við Noru): Fáðu mér Vígða Vatnið, Nora, það er svolítil lögg
ennþá eftir á bekknum þarna.
(Nora jœr henni vatnið. Maurya leggur föt Michaels yfir
fætur Bartleys og stekkur vígða vatninu yfir hann).
maurya: Þú mátt ekki halda, Bartley, að ég hafi ekki beðið fyrir þér til al-
máttugs guðs. Þú mátt ekki halda ég hafi ekki beðizt fyrir um dimmar
nætur, þangað til ég vissi ekki sjálf hvað ég var að segja; en nú fæ ég
mikla hvíld, og það er sannarlega tími til kominn. Það er mikil hvíld sem
nú bíður mín, og mikill svefn um næturnar löngu eftir Allraheilagramessu,
þó við höfum ekki annað til matar en lúku af blautu hveiti, og kannski
úldinn fisk.
(Hún krýpur aftur niður, signir sig og biðst fyrir í lágurn
hljóðum).
cathleen (við gamlan mann): Kannski þú, Colum, og Eamon vilduð smíða
kistu, þegar sólin kemur upp. Við eigum fín, hvít borð, sem hún keypti
sjálf, guð hjálpi henni, þegar hún hélt að Michael mundi finnast, og ég
á nýtt brauð, sem þið getið borðað meðan þið eruð að smíða.
gamli maðurinn (virðir fyrir sér borðin): Hafið þið nagla líka?
cathleen: Það höfum við ekki, Colum; við gleymdum nöglunum.
ANNARMAÐUR: Það er furðulegt hún skyldi ekki muna eftir nöglunum, eins
margar kistur og hún hefur þó séð slegnar saman um dagana.
cathleen: Hún er að verða gömul og af sér gengin.
(Maurya stendur aftur upp, mjög hœgt, breiðir úr fötum
Michaels við hlið líksins og stekkur yfir þau síðustu lögg hins
vígða vatns).
nora (hvíslar að Cathleen): Nú er hún róleg og æðrulaus; en daginn sem
Michael drukknaði, heyrðust kveinin í henni alla leið niður að brunninum.
Henni hefur þótt vænna um Michael, og hverjum hefði dottið það í hug?
cathleen (hœgt og skýrt): Gömul kona þreytist fljótt, hvað sem hún tekur
sér fyrir, og er hún ekki búin að gráta og kveina í níu daga og fylla húsið
af mikilli sorg?
maurya (hvolfir tómum bollanum á borðið og leggur hendur sínar yfir fœtur
52