Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 70
Thomas Mann
Undrabarnið
Undrabarnið kemur inn — það slær þögn á salinn.
Andartaksþögn, og síðan fer fólkið að klappa, vegna þess að þama leynist
einhver, borinn til forystu og múgstjórnar, sem varð fyrstur til að slá saman
lófunum. Fólkið hefur ekki fengið að heyra neitt, enn sem komið er. Samt
klappar það undrabarninu lof í lófa. Gífurleg auglýsingastarfsemi hefur búið
í haginn fyrir undrabarnið, og sefjað fólkið fyrirfram, hvort sem því er það
ljóst eða ekki.
Undrabarnið kemur í Ijós fyrir framan skrautlegan veggskerm, sem er
ísaumaður útflúri í empire-stíl, alsettur blómsveigum og stóreflis kynjaplönt-
um. Það prílar hratt upp þrepin að leiksviðinu og gengur til móts við lófa-
takið, sem hellist yfir það eins og steypibað, dálítið svalt og hrollvekjandi
en samt sem áður notalegt. Barnið gengur fram á sviðsbrún, brosir ljósmynda-
brosi og þakkar með því að beygja sig lítillega í hnjánum, ósköp feimnislega
og fallega, rétt eins og það væri telpa en ekki drengur.
Það kemur svolítið við hjörtu áhorfenda að sjá klæðnað undrabarnsins:
hann er allur úr hvítu silki. Litli jakkinn, sem er vægast sagt furðulegur í
sniðinu, er silkihvítur, mittislindinn og meira að segja skórnir eru úr hvítu
silki. En silkihvítar stuttbuxurnar stinga mjög í stúf við litinn á mjóum ber-
um fótleggjunum. Þeir eru býsna dökkir, enda er þetta lítill Grikki.
Hann nefnist Bibi Saccellaphyllaccas. Hvorki meira né minna. Umboðs-
inaður hans er eina sálin sem veit af hvaða nafni „Bibi“ er dregið, til stytt-
ingar eða sem gælunafn, og hann álitur það vera viðskiptaleyndarmál. Bibi
er með slétt, svart hár, sem nær honum niður á herðar. Því er skipt í hliðinni
og bundið með lítilli silkislaufu frá kúptu brúnleitu enninu. Andlit hans er
ímynd barnslegs sakleysis: lítið, ómótað nef og hrekklaus munnsvipur. En
fyrir neðan augun, sem eru biksvört eins og í mús, vottar fyrir þreytumerkj-
um og þar eru tveir skarpir drættir, sem bera þroska hans vitni. Af útliti hans
mætti ráða að hann væri níu ára að aldri, en raunar er hann aðeins átta ára
gamall og í auglýsingunum stendur að hann sé sjö ára. Fólk veit ekki sjálft,
hvort það leggur í raun og veru trúnað á þetta. Ef til vill trúir það því, þvert
60