Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 71
U ndrabarnifi
ofan í betri vitund, eins og því er tamt, þegar svo ber undir. Það hugsar sem
svo, að lítilsháttar skreytni sé óhj ákvæmileg, þegar fegurðin eigi í hlut. Við
verðum að sýna ofurlitla viðleitni og slá ryki í augu okkur sjálfum, þegar
við viljum losna úr viðjum hversdagsleikans og fá andlega hressingu og
sálubót, hugsar það með sér. Og þetta hversdagslega fólk hefur líka öldungis
á réttu að standa!
Undrabarnið þakkar móttökurnar, þar til skarkinu slotar. Þá gengur það
að flyglinum, og fólkið skotrar augunum í síðasta sinn til efnisskrárinnar.
Fyrst er „Hátíðarmars“, síðan „Draumórar“ og svo „Uglan og spörfuglam-
ir“ ■— allt eftir Bibi Saccellaphyllaccas. 011 viðfangsefnin eru eftir hann, þau
eru tónsmíðar hans sjálfs. Að vísu kann hann ekki að festa þau á blað, en
þau eru öll til í litlum, óvanalegum heila hans, og allir hljóta að játa að
þessi verk hafa listrænt gildi. Það er líka tekið fram á auglýsingaspjöldun-
um, hátíðlega og umbúðalaust. Umboðsmaðurinn er ekki ginnkeyptur fyrir
slíku, en hann samdi textann á þeim, og má ætla að hann hafi staðið í örðugu
sálarstríði, áður en hann gerði þessa játningu.
Undrabarnið sezt á píanókollinn og reynir að krækja fótunum í pedalana,
sem er hugvitsamlega komið fyrir, mun hærra en venja er, til þess að Bibi
geti náð niður á þá. Flygillinn er eign hans sjálfs og fylgir honum hvert
sem hann fer. Hann stendur á trépalli, og hefur sýnilega rispazt og máðst á
mörgum ferðalögum. En svona hljóðfæri stuðlar óneitanlega að því að þessir
tónleikar eru hinir forvitnilegustu.
Bibi tyllir silkihvítum fótum á pedalana. Síðan setur hann upp ögn ísmeygi-
legan svip, horfir beint fram og hefur hægri hönd á loft. Höndin er lítil, brún
og barnsleg, en úlnliðurinn er gildur og allt annað en barnslegur, sýnilega
vanur mikilli áreynslu.
Bibi setur upp þennan svip af ásettu ráði, því að hann veit mæta vel, að
honum ber að skemmta áhorfendum. En sjálfur tekur hann líka þátt í þessu
gamni, hann gleðst einnig á sína vísu, gleðst á laun, þó að hann gæti ekki
flíkað því við nokkum mann. Kitlandi hamingjukennd, leyndur sælustraum-
ur hríslast um hann í hvert skipti sem hann sezt við opið hljóðfæri, — það
mun ekki bregðast ævilangt. Nú situr hann einu sinni enn fyrir framan nótna-
horðið og hann veit af reynslu, að þarna gleymir hann öllu í djúpri geðs-
hræringu og ratar í afdrifarík ævintýri. Og samt virðast áttundirnar sjö,
hvítar og svartar, alltaf jafnhreinar og ósnortnar og hvítþvegið teiknispjald.
Það er tónlistin sj álf, tónlistin i allri sinni dýrð, sem bíður hans! Hún bíður
hans með útbreiddan faðminn, eins og tælandi haf. Og nú má hann steypa
61