Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 75
UndrabarniS
ráðstafað á æðri stöðuin. Guð úthlutar gjöfum sínum að eigin geðþótta,
við megum okkar einskis, og það er engin skömm að því að vera venjulegur
maður. Þessu er svipað farið og um Jesúbarnið. Enginn þarf að blygðast sín
fyrir að lúta því. En hve það er einkennilega notalegt að hugsa til þess arna!“
— Hann áræðir ekki að hugsa: En hve það er sætt! — Það væri hneykslan-
legt, ef gamall klunnalegur karl notaði orðið „sætt“. En honum finnst það
nú einmitt sætt! Það er það sem honum finnst!
„List ...“ hugsar kaupsýslumaður með páfagauksnef. „Já, svona smávegis
gling-gling-gló og hvítt silki er auðvitað til unaðsbótar í tilverunni. Þar að
auki fer hann ekki illa út úr þessu. Rösk fimmtíu sæti á tólf mörk — það
eitt eru samtals sex hundruð mörk, og við það bætist allt hitt. Frá því dregst
svo leigan á salnum, lýsing og efnisskrá — en samt verða að minnsta kosti
efíir þúsund mörk nettó. Ekki má gleyma því.“
„Jæja, hann stælir nú Chopin eftir beztu getu!“ hugsar píanókennarinn,
nefhvöss kona, komin á þann aldur, að skynsemi hennar er tekin að skerp-
ast og vonirnir fá hægt andlát. „Það er óhætt að segja að hann sé ekki sér-
lega frjór. A eftir ætla ég að láta skoðun mína í ljós með þessum orðum:
„Hann er nú ekki mjög frjór“. Það lætur vel í eyrum. Auk þess er hand-
stillingin algerlega óskóluð. Það á að vera hægt að leggja smámynt ofan á
handarbakið . .. Ég skyldi láta hann kenna á reglustikunni.“
Og þarna situr stúlka sem lítur út eins og vaxmynd. Hún er enn á æsku-
skeiði og stendur þessvegna í stríði við tilfinningar sínar og henni hættir
til að velta fyrir sér feimnismálum. Nú laumast hún til að hugsa: „Hvað í
ósköpunum er þetla! Hvað er þetta sem hann er að leika! Það er ástríðu-
þungi í leik hans, það er auðheyrt! En hann er aðeins barn, eða hvað?!
Ef hann kyssti mig, væri það rétt eins og litli hróðir minn væri að kyssa
mig, — það væri enginn koss. Eru þá til óbeizlaðar ástríður, ástríður, sem
eru sjálfstætt afl, sem beinist að engu því sem jarðneskt er, og opinberast
í innfjálgum barnaleik? ... Jæja, ef ég segði þetta upphátt, yrði mér skipað
að taka lýsi. Það væri eftir öðru í þessum heimi.“
Upp við eina súluna stendur liðsforingi. Hann virðir fyrir sér sigursælt
undrabarnið og hugsar með sér: „Þú ert einhvers virði og það er ég líka.
Við erum það báðir, hvor á sinn hátt!“ Svo lætur liann sér nægja að slá
saman hælunum og votta undrabarninu þá virðingu sem hann ber fyrir öll-
um ríkjandi máttarvöldum.
En þarna situr líka gagnrýnandi í boðssæti sínu. Hann er maður roskinn,
klæddur snjáðum svörtum jakka og kryppluðum slettóttum buxum, og hann
5 TMM
65