Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 76
Tímarit Máls og menningar liugsar með sér: „Skelfing er að sjá þennan Bibi, þennan pottorm! Hann á sjálfsagt eftir að þroskast dálítið sem einstaklingur, en hann hefur þegar öll einkenni sinnar manngerðar, öll einkenni listamanna. Hann er tignarlegur og auðvirðilegur í senn, loddari gæddur náðargáfu, fullur fyrirlitningar en jafnframt setinn leyndum eldmóði. En þetta má ég ekki skrifa, þetta er allt of snjallt. Æ, þið megið trúa mér, að ég hefði sjálfur orðið listamaður, ef ég væri ekki svona glöggskyggn ...“ Nú hefur undrabarnið lokið leik sinum og í salnum dynur á sannkallað óveður. Hann verður að koma hvað eftir annað fram fyrir skerminn. Maður- inn með gljáhnappana rogast inn með fleiri blómsveiga, fjóra lárviðarsveiga, lýru, sem er vafin úr fjólum og rósavönd. Hann getur ekki annað því einn að færa undrabarninu allar þær gjafir sem berast. Umboðsmaðurinn kemur honum til hjálpar, birtist í eigin persónu á sviðinu. Hann hengir lárviðar- sveig utan um háls Bibis, hann strýkur blíðlega svart hár hans og skyndi- lega verður hann sem ofurliði borinn: Hann lýtur niður og kyssir undra- barnið svo að smellur í, kyssir það beint á munninn. Þá verður óveðrið í salnum að fellibyl. Þessum kossi lýstur niður í salinn eins og rafmagns- straum, sem hríslast um taugar fjöldans. Tryllingsleg hávaðaþörf nær tökum á fólkinu. Drynjandi húrrahróp kveða við í æðislegum lófagnýnum. Nokkrir j afnaldrar Bibis, lítil hversdagsleg börn, veifa vasaklútum sínum . .. En gagnrýnandinn hugsar með sér: „Auðvitað hlaut að koma að þvi að um- boðsmaðurinn kyssti hann. Gömul áhrifamikil brella. Æ, já, herra trúr, ef ég væri bara ekki svona glöggskyggn! “ Og þá eru tónleikar undrabarnsins á enda. Þeir hófust klukkan hálf átta, klukkan hálf níu er þeim lokið. Sviðið er hlaðið blómsveigum og tveir litlir blómapottar standa á lampastæðum flygilsins. Bibi leikur að lokum aukalag eftir sjálfan sig. Það er „Grísk rapsódía“, sem endar á gríska þjóðsöngnum. Landar Bibis, sem viðstaddir eru, verða að sitja á sér að taka lagið, af því að þetta eru svo virðulegir tónleikar. En þeir bæta sér það upp í lokin með því að fremja gríðarlega háreysti, taumlausan gauragang, og sýna þannig þjóðrækni sína á opinberum vettvangi. En roskni gagnrýnandinn hugsar með sér: „Auðvitað hlaut að koma að þjóðsöngnum. Það er slegið á aðra strengi, neytt allra bragða til að vekja hrifningu. Ég ætla að skrifa að þetta sé ólistrænt. En hver veit nema þetta sé einmitt listrænt. Hvað eru listamenn annað en réttir og sléttir trúðar. Gagnrýni er öllu æðri. En ekki má ég skrifa það.“ Og hann hypjar sig á burt í slettóttum buxunum. Nú er búið að kalla undrabarnið fram níu eða tíu sinnum. Því er tekið að 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.