Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 85
íraland — ísland?
þangað írá Skíringssal, var Danmörk
á bakborða (þ. e. a. s. Skánn eða
suðurhluti Svíþjóðar, sem löngum
var hluti Danmerkur), en á stjórn-
borða var opið haf í þrjá daga, og í
tvo daga, áður hann kæmist til Heiða-
bæjar, var Gotland og Sillende og
margar eyjar á stjórnborða. í lönd-
um þessum bjuggu Englar áður en
þeir komu til þessa lands. í þessa tvo
daga hafði hann á bakborða eyjarn-
ar, sem liggja undir Danmörku.“
Óttar kveðst búa nyrzt allra Norð-
manna, og eftir siglingu hans norður
fyrir Noreg er talið, að heimkynni
hans hafi verið á Hálogalandi, ekki
öllu sunnar en við Vesturfjörðinn
austur af Lofoten. Öll frásögn hans
er mj ög skýr og traust nema um átta-
táknanir. Þar fylgir hann málvenju
bænda, miðar við landslag, höfuð-
drætti þess eins og siður er enn í dag.
Hann siglir norðaustur um Finnmörk
og fyrir Norður-Horn, Nord Kap,
fyrstur manna, sem sögur greina.
Hann er fyrsti landkönnuðurinn, sem
siglir um íshafið og Hvítahafið eða
Gandvík. Hann er gætinn í staðhæf-
ingum, og vill ekki hlaupa með sög-
ur Bjarma af löndum þeirra, af því
að hann hafði ekki séð þau sjálfur.
Hann fullyrðir ekki neitt um það,
hvort hafið norður af Noregi, íshaf-
ið, er heldur úthaf eða flói, af því að
hann hafði ekki rannsakað það, og
jafnstaðhæfingalaus er hann um
Gandvík. Hann talar um Terfinna og
Bjarma eins og þær þjóðir hafi verið
honum áður kunnar. Þegar Óttar
kemur að landi Bjarma, veit hann, að
það er ekki öruggt að halda lengra.
Þá lætur hann staðar numið.
Ýmsir fræðimenn telja, að Óttar
muni ekki vera fyrsti norræni mað-
urinn, sem leggur leið sína norður
um Finnmörk, og styðja þá skoðun
sína einkum fornum norrænum ör-
nefnum þar norður frá. Þær bolla-
leggingar getum við látið liggja á
milli hluta. Þær breyta ekki þeirri
staðreynd, að Óttar er fyrsti maður-
inn, sem kannar lönd þessi og gefur
um þau skýrslu, sem kemst inn í land-
fræðibækur. Þórólfur Kveldúlfsson
var samtíðarmaður Óttars, en Þórólf-
ur hafði um skeið skattheimtu fyrir
Harald konung norður á Finnmörk
og átti þar skipti við ýmsa þjóð-
flokka: Kveni, Kylfinga og Kirjála,
eins og segir í Egils sögu. Norðan af
Finnmörku barst mikil og góð grá-
vara og tannvara, rostungs- og ná-
hvalstennur. Norskir höfðingjar sótt-
ust mjög eftir þessum auðæfum, eins
og íslenzkar fornsögur greina. Óttar
kvaðst hafa lagt í leiðangur sinn til
þess að kanna landið, en þó einkum
til þess að afla rostungstanna og
svarðreipa. Þórólfur var ekki sá
fyrsti, sem hafði þá sýslu með hönd-
um að heimta Finnskatt, en hann og
aðrir, sem fóru í leiðangra um norð-
urhéruð Skandinavíu, fóru landleiðis
og ferðuðust þar yfirleitt á vetrum.
75