Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 104
Tímarit Máls og mcnningar
kvæða og leikja. Auk þess var nauðsynlegt
að greina á milli þess sem skrifað var upp
eftir gömlu fólki á 19. öld og haft getur
heimildargildi og hins sem aðeins má meta
sem ályktanir fræðimanna er um leikina
fjölluðu á þeim tíma. Þetta hefur verið
reynt í inngangi ...“ (bls. ccxlii).
Því nær helmingur ritgerðarinnar (ix.—
cxvii. bls.) er leit að heimildum þeim sem
Olafur Davíðsson hefur stuðzt við þegar
hann samdi ritgerð sína um íslenzka dans-
leiki sem prentuð var íraman við kvæðasafn
hans Islenzkir vikivakar og vikivakakvæði
árið 1894 (3. bindi í safni hans og Jóns
Árnasonar Islenzkar gátur, skemtanir, viki-
vakar og þulur, en 4. bindið — einnig í
umsjá Ólafs Davíðssonar — Islenzkar þul-
ur og þjóðkvœði kom út 1898—1903).
J. S. hefur fundið allt sem hann leitaði
að og meira en hann hefði raunar getað
vænzt í upphafi. Flestallt var vel geymt á
sínum stað í handritasöfnum, en talsverður
partur virtist glataður. Jóni Samsonarsyni
segist svo frá: „Uppskriftir sem sendar
voru Fornfræðafélaginu li Kaupmanna-
höfn] og heimildasafn Jóns Sigurðssonar
hefur varðveitzt í handritasöfnum. Hins
vegar hefur safn Jóns Árnasonar sem fór á
milli hans og Ólafs [Davíðssonar] og
Pálma [Pálssonar] ekki komizt í handrita-
safn, og um hríð virtust líkur á, að það
væri glatað. Það reyndist þó sem betur fer
rangL Sumarið 1963 gerði Páll Pálmason
fyrrverandi ráðuneytisstjóri mér þann
greiða að huga að þessurn blöðum Jóns
meðal bóka og handrita sem liann hefur
erft eftir föður sinn Pálma Pálsson, og þá
kom í ljós dálítið safn þjóðfræðauppskrifta
og þar á meðal böggull sem í eru gögn er
varða útgáfu Ólafs, fslenzka vikivaka og
vikivakakvæði. í bögglinum var meðal ann-
ars allt það sem Jón Árnason hafði látið
af höndum til útgáfunnar. Þetta hefur kom-
izt í eigu Pálma, eftir að útgáfu Ólafs var
lokið.“ Pálmi Pálsson hafði í öndverðu ætl-
að að annast bindið með dansleikjunum,
en svo fór að Ólafur Davíðsson tók við því
verki af honum.
Niðurstaða rannsóknarinnar á ritgerð
Ólafs Davíðssonar er þessi: „Handrit sem
Ólafur notar í inngangi útgáfu sinnar eru
cnn til, og hann fer ekki eftir neinum ó-
skráðum munnmælasögnum sem teljandi
eru. Inngangurinn hefur því ekki heimild-
argildi."
Af þeim 108 blaðsíðum sem þetta yfirlit
nemur tekur prentun heimilda — leiklýs-
inga frá síðustu árum 16du aldar og fram
á síðara helming þeirrar 19du — eitthvað
nálægt 65 blaðsíðum. Með því að safna
þessu öllu saman á einn stað og greina
vandlega sundur heimildir og ályktanir
fyrri manna hefur J. S. unnið hið þarfasta
verk og gjört ómetanlegan greiða þeim
fræðimönnum sem eiga eftir að fást við
rannsóknir á kvæðadansleikjum.
Að yfiriitinu loknu tekur við tilraun út-
gefanda sjálfs til að vinna úr heimildunum
og hefst á kapítula sem heitir Samsvörun
clztu lýsinga i lútcrskum sið; er þessi þátt-
ur heldur lengri en sá fyrri, alls 123 hlað-
síður. Hann einkennir varúð og varfærni
í dómum og niðurstöðum. Hér verður sá
þáttur ekki rakinn en getið skal að lokum
kapítulaheitinna svo að lesendur fái hug-
mynd um margvíslegar greinir efnisins:
Dansinn, Vikivaki, Kvœði í dansi og viki-
vaka, Hringbrot, Dýraleikir, Kerlingaleilcir,
Vígsluleikir, Hojjinnsleikur, og að auki
Smœlki um leiki og kvœði, og loks / gleð-
inni.
I innganginum er inikill fjöldi kveðskap-
ardæma, bæði í heimildum þeim sem þar
eru prentaðar og utan þeirra, jafnvel heil
kvæði eða drjúgir kaflar. Þar eru t. d. tek-
in upp líu erindi úr afmorskvæði sem varð-
veitt er í handriti frá því um 1600 og er að
því leyti sérstætt að þar er það kona sem
94