Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 105
rekur (eða er látin rekja) raunir sínar út af ástarharmi, en venjan var frá fornu fari að karlmenn einir lýstu ástarsorg sinni, söknuði og þrá vonlítilli í vísum og kvasð- um. Hún minnist þar margra fyrri manna sem átt hafi bágt af þessum sökum og byrjar á einu frægasta dæminu: Tristram nauðir nisti náliga ojt á hverri tíð, því hann meyna missti og mundi hana bœði árla og síð. Þó er enn sárri sorg að mínu líji. Svo er nú hitnuð hyggju höll með hörmum öll sem harða haglið dríji. Guðbrandur biskup og samtíðarmenn hans nefndu ástakvæði stundum bruna- hvœði. Skáldunum hefur einnig orðið mjög tíðrætt um þann bruna sem ástin valdi og tala um að brcnna jyrir konu. J. S. til- færir þessa vísu af spássíu á handriti frá sextándu öld: Einu sinni eg unga leit, ajlaði mér það pínu. Brann eg jyrir þig, brúðurin tcit, beint í hjarta mínu. Þetta orðalag virðist vera ættað sunnan úr Evrópu. Frökkum hefur lengi verið mjög tamt að tala um að þeir brenni af einhverri ástríðu og þá ekki sízt af ást og talsháttur þeirra brúler pour une femme er orðrétt það sama og brenna jyrir konu, Annars er svipað orðalag algengt í bókmenntum Róm- verja, og alkunnug eru ummæli Páis post- ula um menn sem brenni af Iosta. Sam- kvæmt orðabókum verður þessa orðalags ekki vart í íslenzkum fombókmenntum, en orðin ástarbruni, ástareldur og ástarlogi koma fyrir í þýðingum þegar á 12tu öld. Fyrri parturinn fylgir og fornri liefð suð- rænna (og síðar norrænna) ástaskálda; mótífin eru meira að segja tvö ofin saman: Umsagnir um bœkur ást við fyrstu sýn og ástarharmur. — En ekki þarf að rengja tilfinningar skáldsins þó að hann lýsi þeim eftir forgamalli og þaulriðinni forskrift. Ekki verður nú vitað með vissu hvenær dansleikir fóru fyrst að tíðkast hér á landi né hvenær þeir hurfu úr sögunni. Víst er talið að norrænar þjóðir hafi ekki iðkað þessa íþrótt frá upphafi, heldur hafi hún flutzt sunnan af Frakklandi — enda er heitið dans úr frönsku. En ekki mun mjög fjarri lagi að ætla að íslendingar hafi dansað í sjö aldir — frá 12tu öld og fram á þá 18du þegar þessi þjóð hætti að dansa og yfirleitt að skemmta sér á mannamót- um. Veraldleg og andleg yfirvöld ömuðust mjög við dansleikjunum sökum þeirrar sið- spillingar sem þau töldu þá hafa í för með sér. Olafur Ölafsson (Olavius) drepur á það í ferðabók sinni, Oeconomisk Reise, Kh. 1780, þegar hann hefur sagt frá að Is- lendingar séu hættir að iðka sund, skíða- ferðir, dans, músik og knattleiki: Ja, Geist- ligheden har endog i de seenere Tider an- seet det for en Pligt, i Stedet for at hæmme miieligcn indlpbende Misbruge, reent at af- skaffe alie saakaldte Glæder eller Lystig- lieder, uagtet disse virkelig i og for sig selv ikkun vare uskyldige, ja nyttige, Fornpi- elser, i det de, hvor simple end disse Leege vare, kunde tiene Almuen til en opmuntr- ende Bevægelse og Vederqvægelse et par Gange om Aaret eller ofter, fra det ved- holdende og suure Spe- og Land-Arbeide.1 En eins og J. S. bendir á hefur margt fleira getað stuðlað að því að dansleikir liðu undir lok: Harðindi, stórabóla, al- menn örbirgð og deyfð, og „þá má hafa í huga, að á 18. öld og raunar miklu fyrr er gleðin íslenzka orðin forneskjuleg og ein- angruð menningarleif sem engan stuðning fær erlendis frá.“ — J. S. bætir við að lok- 1 Tilv. eftir J. S. bls. ccxxxiv—ccxxxv. 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.