Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 118
ílrklippur
Vanmetið uppeldisstarf
Kommúnistar blása nú enn í láðra sína
til aS mótmœla aðild íslendinga að
varnarsamtökum lýðrœðisríkjanna ...
Illutleysisstefnan er löngu dauð.eins og
alkunna er. Mikill hluti íslendinga hef-
ur gert sér grein fyrir þessu; þeir vita
að dvöl varnarliðsins í landinu er lífs-
nauðsyn ... Hitt er aftur á móti um-
hugsunarefni, hvernig á því skuli
standa, að nokkrir rithöfundar og lista-
menn, sumir ágœtir á sínu sviði, virðast
ávallt reiðubúnir að stuðla að sam-
blœstrí kommúnista og láta þá nota
nöfn sín í þessum áróðursherferðum.
Auðvitað verða þessir menn að gera
dœmið upp við sjálfa sig og eigin sam-
vizku. En það er ekki nýtt í veraldar-
sögunni að rithöfundar og listamenn
gangi í lið með ofbeldisöflum fyrir ein-
hvern undarlegan sögulegan misskiln-
ing.
Þessi mæðulegu orð gat að lesa í rit-
stjórnargrein í Morgunblaðinu í maíbyrjun
þessa árs. Með þeim virðist Morgunblaðið
vera að draga niðurstöðumar af tilraunum
sínum til að ala upp íslenzka rithöfunda og
listamenn. Þessu uppeldisstarfi hefur verið
sýnd sérstaklega mikil rækt síðustu sex ár,
með tíðum hugvekjum, — ákúrum og hug-
hreystingum til skiptis, mest í formi Morg-
unblaðsleiðara. Bókmenntir þessar eru þeg-
ar orðnar miklar að vöxtum, og hér er ekki
rúm nema fyrir ófullkomið úrval þeirra.
I ágúst 1959 gerir Morgunblaðið sér
sannarlega góðar vonir um listamenn; það
er engu líkara en það hafi þá búizt við að
„lausn vandamálsins" væri skammt undan.
Þá er skrifuð ritstjórnargrein um yfirvof-
andi ósigur kommúnista og endalok áhrifa
þeirra á listamenn, og til að ljá orðum sín-
um enn meiri styrk vitnar Morgunblaðið í
Félagsbréf Almenna bókafélagsins: „Fylg-
istap kommúnista er augljósast meðal
ungra menntamanna, rithöfunda og lista-
manna ... Ekki er unnt að sjá fyrir, hversu
víðtækar afleiðingar þetta getur haft fyrir
kommúnistaflokkinn ...“
f júní 1960 hefur þó komið í ljós að þessi
bjartsýni hefur ekki verið alveg tímabær.
Þá stendur í Morgunblaðsleiðara:
Enn einu sinni hafa nolckrir íslenzkir
listamenn lánað kommúnistum najn
sitt, svo þeim mœtti verða meira ágengt
en ella í því að vega að rótum varnar-
kerfis Vesturveldanna og veikja öryggi
Islands, svo rússneskir kommúnistar
mœttu einn góðan veðurdag gleypa það
varnarlaust. Þessir menn einblína á þá
staðreynd, að bandarískt varnarlið hef-
ur bœkistöðvar í Kejlavík, en það er
eins og þeir vilji ekki hugsa um ástœð-
urnar fyrir því ... Varnarliðið er statt
hér á landi m. a. til þess að koma í veg
fyrír að kommúnistum takist að svipta
rithöfunda á Vesturlöndum frelsinu til
að hugsa eins og menn, en ekki eins og
valdhajarnir í Rússlandi mœla fyrir um
108