Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 122
Mál og menning Fyrsta félagsbók Máls og menningar á þessu ári, Bréf úr myllunni minni eftir Alphonse Daudet í þýðingu Helga Jónssonar, er komin út fyrir nokkru og hefur yfirleitt verið vel tekið. Auk hennar fá félagsmenn tvær hækur fyrir árgjald sitt þetta árið. Fyrst er að telja nýtt bindi Mannkynssögunnar. Er það samið af Sverri Kristjánssyni og tekur hann við þar sem fornaldarsögu Ásgeirs Hjartarsonar lauk. Fjallar bindið um tímabilið frá því um 300 til 911 eða þar um bil. Ekki er að efa að félagsmönnum muni þykja útkoma þessa bindis sæta miklum og góðum tíðindum. Þriðja bók ársins er nýtt hefti í myndlistarflokki Máls og menningar, og verða nú gefin út sýnishorn af list Rembrandts. Þessar bækur geta því miður ekki komið fyrr en nokkuð seint á árinu, eða varla fyrr en í nóvember. Fyrr á árinu komu út tvær nýjar Iíeimskringlubækur, Ur landsuÖri eftir Jón Helgason og Leynt og Ijóst eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Um líkt leyti og þetta tímaritshefti kemur út bókin Gosið í Surtsey, myndabók með all-löngum inngangi eftir Þorleif Einarsson jarð- fræðing. Er fyrirkomulag útgáfunnar svipað og á bókinni um Þingvelli sem Mál og menn- ing og Heimskringla gáfu út fyrir nokkrum árum; prentaðar þrjár erlendar útgáfur, ensk, þýzk og dönsk, auk þeirrar íslenzku. Mcðal bóka sem koma út í haust og fyrir jól má nefna rit um Marcellus Skálholtsbiskup eftir Björn Þorsteinsson; Vinaspegil, safn ritgerða og nokkurra kvæða eftir Jóhannes úr Kötlum; Á mörkum mannlegrar þekkingar, heim- spekirit eftir Brynjólf Bjarnason; / heiðinni, smásögur eftir Björn Bjarman; Eftir þjóð- veldið, rannsókn á íslenzkum annálum á síðustu áratugum 13. aldar eftir Hermann Páls- son. Ennfremur er væntanlegt framhald af eddukvæðaútgáfu Jóns Helgasonar í sama formi og Tvcer kviður fornar, og standa vonir til að sú bók komi út fyrir jól. Nýir félagsmenn eru sérstaklega minntir á að þeir eiga kost á að fá allar útgáfubækur Heimskringlu með 25% afslætti, annaðhvort í Bókabúð Máls og menningar í Reykjavík eða hjá umboðsmönnum úti á landi. Leiðrétting í þýðingu Friðriks Þórðarsonar á Meleyjarþætti í síðasta hefti misprentaðist á bls. 353, 21. línu: ,örþrifaráða‘ fyrir örþrijráða. 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.