Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 7
Óvantir bandamenn dæmis þar sem heilu setningunum úr frumtextanum er hreinlega sleppt. Slíkt skrifast náttúrlega ekki eingöngu á reikning þýðanda, heldur líka forlagsins, og mætti kannski tína fleiri til. Auk þess mætti ímynda sér, að væri til eitthvert * apparat hér á landi sem hefði forgöngu um eða styrkti slíkar þýðingar, hefði það kannski getað haft hönd í bagga. Hafa Alþingi eða Bók- menntafræðistofnun HI nokkurntíma hugleitt það? Ekki er nema sjálfsagt að benda bæði þýðendum og útgefendum sem hyggj- ast fást við útbreiðslu íslenskra bókmennta á, að ætli þeir að spara sér eitthvað með hroðvirkni og fljótaskrift mun eftir því verða tekið, sé þeim það ekki ' ljóst. Hinu er ekki að neita, að margt af því sem Helga grefur upp í lúsaleit sinni gegnum textann er hreinn og klár sparðatíningur. Allir sem reynt hafa við þýðingar vita að aldrei er hægt að ganga þannig frá að hvergi þurfi að víkja svo til merkingu einstakra orða að það muni ekki í fljótu bragði sýnast rangt, amk. ef það er slitið úr samhengi. Væri ég Norðmaður að þýða úr íslensku, vitandi af heilum bókmenntamagister sem bíður í viðbragðsstöðu eftir að geta * grafið upp slíkar villur, þýðandanum til háðungar, myndi sú hugsun eflaust hvarfla að mér að velja eitthvert annað verkefni. Því með aðferðum Helgu má ætíð finna einstök orð og setningar sem skift hafa um merkingu og blæbrigði. Það á líka við um þær þýðingar sem við höfum hingaðtil talið vel frambæri- legar, t.d. frá hendi Jóns Þorlákssonar, Sveinbjarnar Egilssonar eða Jóns frá Kaldaðarnesi. Nú þegar eru til þýðingartölvur sem þýða „rétt“ í öllum * tilvikum. I því eru þær frábrugðnar listfengum þýðanda af holdi og blóði, og í þeim mun liggur líka ástæða þess að tölvurnar, hversu miklum orðabókarfróð- leik þær verða fóðraðar á, munu aldrei geta þýtt margslunginn litteratúr. Má ég benda á að með einhverjum aðferðum virtist til dæmis hafa verið sýnt frammá það í tímaritsgrein nýverið að á árunum þegar Halldór Laxness var að þýða Hemingway hafi hann verið næsta ólæs á enska tungu, og getur hver > dregið sínar ályktanir af því. Talandi um Laxness: Hafa alþingismenn sem vilja að íslenskar bækur séu bara til á íslensku gert sér það ljóst að þó ekki væri nema með því að skrifa bækur sínar á íslensku hefur hann kannski unnið menningu okkar meira gagn en nokkur annar á þessari öld? Það er staðreynd, þótt hún kunni stundum að hljóma fáránlega, að þeir sem fást við að búa til skáldverk eru í rauninni að tala \ við allt mannkynið. Þetta má jafnvel nota til að skilgreina alvarlegan litteratúr; í þessu liggur munur á honum og einhverri tækifærisrevíu sem sett er upp í kauptúni útá landi og hefur enga merkingu fyrir aðra en þá sem þekkja útí hörgul sérkennilega hætti apótekarans, sóknarprestsins og kaupfélagsstjórans. Þannig hafa þeir óneitanlega nokkuð forskot sem skrifa á máli einsog ensku eða spænsku sem hundruð milljóna manna geta lesið, á þá sem skrifa pólsku „ eða sænsku. Og að skrifa bókmenntir á þetta útkjálkamál íslenskuna (hversu gömul og eðalborin sem hún annars kann að vera) sem eitthvert brotabrot prómills af mannkyninu skilur, kann að virðast til lítils. Enda var svo komið 269 »
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.