Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 36
Tímarit Máls og menningar Paradísarmissir heldur var Paradísin alltaf blekking. Sjálf barnsins er ekki enn orðið til — og það er statt í ginnungagapinu miðju. Viðbrögð þess eru klofin, annars vegar er þrá eftir hinum ljúfa samruna við móðurlíkamann en hins vegar er óttinn við hann. Fyrsti aðskilnaðurinn er orðinn og leiðin til sjálfstæðis er eina leiðin sem er fær, afturhvarfið til móðurinnar myndi þýða tortímingu þess sjálfs sem er í burðarliðnum, myndi gleypa það. Fyrsti aðskilnaðunnn klýfur þannig sjálfið áður en það fæðist. Undan- komuleið barnsins er sá „annar“ sem fleygaði sameiningu þess og móður- líkamans, barnið getur upphafið hann og sloppið úr þeirri skelfilegu stöðu sem það er í. Þetta er núllpunktur sjálfsins og forsendur þess að persónu- leikinn verði til.14 Hann verður til á narkissískan hátt með því að barnið speglar sig í ást foreldranna eins og áður er sagt og framhald þess, raun- veruleg tengsl, binding við aðra manneskju kemur þegar sjálf barnsins er reiðubúið til þess. A aldrinum eins til tveggja ára byrjar barnið að tileinka sér málið, tala, tjá óskir sínar. Málið er táknkerfi, orðið er tákn fyrir eitthvað raunverulegt en það er ekki raunveruleikinn segir Kristeva og fylgir þar Lacan sem manna mest hefur undirstrikað hlutverk málsins í þróun persónuleikans: Orðið „mamma“ er til dæmis tákn fyrir hið glataða öryggi í nánd- inni við líkama móðurinnar, en orðið „mamma“ er annað en tilfinn- ingin um einn líkama sem er „mamma-og-ég“. Orðið verður til til þess að tákna eitthvað, það reynir að berja í brestinn sem er orðinn, tómið sem fæðir af sér einstaklinginn.15 Málið felur í sér vitneskjuna um einmanaleik, það staðfestir aðskilnað- inn sem barnið veit að er orðinn og er um leið krafa um ást og nærveru, tæki til að ná táknrænu valdi yfir því sem er ekki nálægt heldur fjarlægt; kjarni tungumálsins er firringin og kjarni sjálfsins er klofningurinn. Og nú skulum við aftur reyna að ganga inn í hugarheim Galdra-Lofts Jóhanns Sigurjónssonar. I fyrsta þættinum eru þrjár myndir eða hugtök sem koma fyrir aftur og aftur hjá Lofti: „dauði“, „myrkur" og „eldur“. Hugsunin um dauðann leitar sterklega á Loft. Hann daðrar við hana í upphafi fyrsta atriðis þeirra Steinunnar, en er léttúðugur og spyr: „Held- urðu að þú myndir sakna mín, ef ég væri dáinn?“ En sjúklegu drættirnir byrja að koma í Ijós þegar hann segir Steinunni að hann hafi legið um nótt úti í kirkjugarði á legstað Gottskálks grimma. Jóhann Sigurjónsson undir- strikar með sviðsleiðbeiningum að þetta er fantasía Lofts en sýnir jafn- framt að „lygin“ skiptir Loft afar miklu máli, hún er hans sannleikur. I sviðsleiðbeiningunum segir: (verður lævís á svipinn andartak, dettur í hug að hrœða Steinunni, gleymir því í ákafanum.) (22) Hugsunin um dauðann er þráhyggja hjá Lofti, það kemur skýrt fram í ótta hans við svefninn, 298
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.