Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 47
Keld Gall Jörgensen Strindberg og Freud Erindi flutt á vegum Stúdentaleikhússins í mars sl. þegar verið var að undirbúa sýningu þess á Draumleik Strindbergs. Höfundur var beðinn um „greiningu á verkinu í freudískum anda“ og reyndi að verða við þeirri ósk. A sama fundi voru ýmis önnur erindi um verkið og höfund þess frá öðrum sjónarhornum. Undir lokin á Draumleik eftir August Strindberg spyr skáldið: „Hvað er skáldskapur?" og dóttir guðsins Indra svarar: „Ekki veruleiki, heldur meira en veruleiki . . . ekki draumur, heldur vökudraumur . . .“ Þetta skrifaði Strindberg árið 1902. Arið 1900 gaf Sigmund Freud út höfuðverk sitt Draumtúlkun, þar sem hann innlimar draumráðninguna í kenningu sína um sálgreiningu. Strax í þessu verki skipar Freud draumum og dagdraumum á bás með ímyndunaraflinu, skáldskapnum og listinni, og segir að öll þessi fyrirbæri starfi eins og hafi sama innihald: nokkrar grundvallarþrár mannsins af kynferðislegum toga og metorðagirnd. En þau eru á mismunandi veruleikastigi, listin lætur oft eins og hún sé veruleikinn sjálfur, og draumar virðast oft alveg slitnir frá raunveruleikan- um. Arið 1907 sagði Freud fullum fetum í fyrirlestri um „Skáldið og ímyndunina", að skáldið væri draumóramaður og skáldskapur hans dag- draumur. I því sem á eftir fer mun ég beita draumtúlkun Freuds á Draumleik Strindbergs, en það er mikilvægt að gera sér strax í upphafi ljóst að Draumleikur stendur nær dagdraumum en hinum eiginlegu nætur- draumum — dóttir Indra talar einmitt um „vökudrauma". Draumar eru samkvæmt Freud tjáning óska af kynferðislegum eða metnaðarlegum toga. Að sjálfsögðu hefur þessi staðhæfing mætt mót- mælaöldu frá fólki sem annað hvort vill ekki eða þorir ekki að ætla draum- um nokkra merkingu, en skoðar þá sem fáránlega og merkingarsnauða, einskonar óhreinindi eða sálarúrgang. Og víst er það rétt að draumar birtast okkur í undarlegu og fáránlegu ljósi, þeir eru okkur framandi og stundum botnum við ekki í því hvernig okkur hefur getað dreymt þvílíkt og annað eins. 309 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.