Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 47
Keld Gall Jörgensen
Strindberg og Freud
Erindi flutt á vegum Stúdentaleikhússins í mars sl. þegar verið var að undirbúa
sýningu þess á Draumleik Strindbergs. Höfundur var beðinn um „greiningu á
verkinu í freudískum anda“ og reyndi að verða við þeirri ósk. A sama fundi voru
ýmis önnur erindi um verkið og höfund þess frá öðrum sjónarhornum.
Undir lokin á Draumleik eftir August Strindberg spyr skáldið: „Hvað er
skáldskapur?" og dóttir guðsins Indra svarar: „Ekki veruleiki, heldur
meira en veruleiki . . . ekki draumur, heldur vökudraumur . . .“
Þetta skrifaði Strindberg árið 1902. Arið 1900 gaf Sigmund Freud út
höfuðverk sitt Draumtúlkun, þar sem hann innlimar draumráðninguna í
kenningu sína um sálgreiningu. Strax í þessu verki skipar Freud draumum
og dagdraumum á bás með ímyndunaraflinu, skáldskapnum og listinni, og
segir að öll þessi fyrirbæri starfi eins og hafi sama innihald: nokkrar
grundvallarþrár mannsins af kynferðislegum toga og metorðagirnd. En
þau eru á mismunandi veruleikastigi, listin lætur oft eins og hún sé
veruleikinn sjálfur, og draumar virðast oft alveg slitnir frá raunveruleikan-
um. Arið 1907 sagði Freud fullum fetum í fyrirlestri um „Skáldið og
ímyndunina", að skáldið væri draumóramaður og skáldskapur hans dag-
draumur.
I því sem á eftir fer mun ég beita draumtúlkun Freuds á Draumleik
Strindbergs, en það er mikilvægt að gera sér strax í upphafi ljóst að
Draumleikur stendur nær dagdraumum en hinum eiginlegu nætur-
draumum — dóttir Indra talar einmitt um „vökudrauma".
Draumar eru samkvæmt Freud tjáning óska af kynferðislegum eða
metnaðarlegum toga. Að sjálfsögðu hefur þessi staðhæfing mætt mót-
mælaöldu frá fólki sem annað hvort vill ekki eða þorir ekki að ætla draum-
um nokkra merkingu, en skoðar þá sem fáránlega og merkingarsnauða,
einskonar óhreinindi eða sálarúrgang. Og víst er það rétt að draumar
birtast okkur í undarlegu og fáránlegu ljósi, þeir eru okkur framandi og
stundum botnum við ekki í því hvernig okkur hefur getað dreymt þvílíkt
og annað eins.
309
L