Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 53
„Ljódafugl lítinn ég geymi ..." sterkt skáld þurfi að heyja stríð við fyrirrennara sína, aðeins sé hægt að verða skáld með því að sigrast á skáldlegum feðrum sínum. Bloom sér bókmenntasöguna sem baráttu sona við feður, samsamar skáld algjörlega karlkyni og líkir skáldskap við ávöxt kynferðislegs sam- bands karlkyns skálds og kvenkyns listagyðju hans. Þar sem líkan Blooms byggist á kenningum Freuds um samband sonar og föður er ekki hægt að heimfæra það sem hann segir um „ótta við áhrif“ upp á stöðu skáldkvenna gagnvart hefðinni. Samkvæmt Freud þróast kynferðisvitund drengja og stúlkna ekki á samsvarandi hátt og samband sonar við föður er hvorki sambærilegt við samband dóttur við föður né móður. Bókmenntahefðin sem Hulda á rætur að rekja til og hefur þurft að takast á við er að sjálfsögðu karlahefð þar sem nánast allir fyrirrennarar hennar eru karlar og sjónarmið þeirra hafa ráðið ferðinni jafnt í bók- menntaheiminum sem á öðrum athafnasviðum. Það er ekki nóg með að fyrirrennarar Huldu hafi verið feðraveldið holdi klætt heldur leitast karlahefðin við að umkringja konuna með einfölduðum skilgreiningum á henni og fella hana inn í ýkt og stöðnuð kvengervi. Til að gera sér grein fyrir stöðu skáldkvenna gagnvart bókmenntahefð- inni er nauðsynlegt að skoða tvo þætti hefðarinnar, annars vegar mynd hennar af skáldinu, hins vegar mynd hennar af konunni. Karlskáld þarf að takast á við hvernig hefðin lýsir heiminum, en skáldkonan þarf að gera meira: áður en hún getur tekist á við hvernig heiminum er lýst verður hún að takast á við hvernig hefðin lýsir henni sjálfri. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Margaret Homans fjallar, í bók sinni Women Writers and Poetic ldentity, um þá karlahefð í bókmenntum sem skáldkonur á 19. öld þurftu að takast á við. Hún segir að karlahefðin samsami skáld og ljóðmælanda karlkyni en tengi konuna aftur á móti við náttúruna sem karlinn yrkir svo um. Homans segir að samsömun skálds við karlkyn eigi rætur að rekja allt til sköpunarsögu Biblíunnar og gangi í gegnum alla hina kristnu karlahefð. Samkvæmt sköpunarsögunni var það karlinn Adam sem í samvinnu við Guð-föður skapaði mannlegt tungumál þegar hann gaf dýrum merkurinn- ar, þar með talinni konunni Evu, sín réttu nöfn. Með því átti hann vissan þátt í sköpuninni og öðlaðist vald yfir henni, varð herra jarðarinnar, en konan varð hluti af þeirri náttúru sem hann öðlaðist vald yfir. Samkvæmt goðsögninni er orðið því forréttindi karlsins og það gengur að erfðum frá föður til sonar.3 Tengsl konu og náttúru birtast með ýmsu móti í skáldskap. Hér á landi birtast þau hvað skýrast í ættjarðarljóðum þar sem landinu er lýst sem 315
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.