Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 100
Tímarit Máls og menningar sínum, fræðimanninum Ole Worm og er kallað Codex Wormianus eða Ormsbók. Texti þessara tveggja handrita er svo líkur að fræðimenn telja að þau kunni að eiga sameiginlegt forrit. Það forrit virðist og hafa verið náskylt forriti fjórða aðalhandritsins, skinnbókar frá því um 1600 sem geymd er í Utrecht í Hollandi og hefur kenninafn af þeim stað, kölluð Trektarbók. Þessi þrjú síðastnefndu handrit hafa öll ámóta „réttan" texta en Kon- ungsbók hefur oftast verið lögð til grundvallar í útgáfum og því er það texti hennar sem menn kannast best við og oftast er til vitnað. Þótti einboðið að fylgja því handriti einnig í þessari útgáfu. Virðist eðlilegt að láta sitja við Konungsbókartextann þangað til komin er fræðileg útgáfa þar sem öll handritin eru nýtt í því skyni að komast sem næst frumtexta Snorra. Slík útgáfa er nú í vinnslu í Stofnun Arna Magnússonar. Eftir Trektarbók hefur Edda reyndar aðeins einu sinni verið gefin út á Islandi (skólaútgáfa Iðunnar í umsjón Árna Björnssonar, Rvík 1975). En ekki eru allir birnir unnir þótt þessi ákvörðun hafi verið tekin. Einn grimmasti vandi útgefenda hefur jafnan verið ákvörðun um stafsetningu! Engin samræmd stafsetning var til að fornu og því við fátt að styðjast ef útgefandi vill komast sem næst ritunartíma í frágangi texta síns. Er reyndar stundum torséð hvað gæti rekið hann í þá áttina. Hafa þá fræðimenn komið sér upp ýmsum aðferðum. Ein er sú að fylgja handrit- um sem nákvæmast, sýna í nútíðarprenti hvernig fornir skrifarar gengu frá texta sínum. Þetta er að sönnu mjög vísindaleg aðferð en heldur verður málið ókræsilegt til lestrar með því móti. Er því vænlegra að grípa til einhverskonar samræmingar. Um hina fræðilegu stafsetningu sem stund- um er kölluð „samræmd og forn“ en var samt búin til á síðustu öld er ástæðulaust að hafa nokkur hæðiyrði. Hún er fróðleg en veldur því samt að reistur er hálfgerður veggur milli óvanra nútíðarlesenda og textans. Sýnist óþarft að drýgja erfiði manna með því móti í útgáfu sem ætluð er til skemmtunar og fróðleiks þeim sem hafa eftir fáu að slægjast í málsögu. Eftir margvíslegar umþenkingar afréð ég að ganga svo langt sem fært væri og á nokkurn hátt verjandi í átt til nútímastafsetningar íslenska ríkisins. Með því móti þóttist ég leggja á það áherslu að þrátt fyrir háan aldur ætti Snorra-Edda enn fullt erindi við landa sína, gott ef hún væri ekki meira að segja nútímalegri en margt það sem verið er að berja saman á tungu Snorra um þessar mundir. Jafnframt skyldi þess þó freistað að varðveita skemmtilegar og fornar orðmyndir. Þessi ákvörðun fól þó í sér að ég setti mig í margháttaðan vanda. Því það er ekki alltaf einfalt mál að segja til um hvað er stafsetning, hvað orðmyndir — sem fróðlegt væri að halda. Þann vanda afréð ég að leysa á svipaðan hátt: Með því að ganga eins 362
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.