Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 103
I staðinn fyrir formdla Af samhenginu hjá Snorra er ljóst að hann skilur kenninguna „Dvalins drykkur“ svo að það sé skáldamjöðurinn. Dvalinn er dvergur og „dverga- mjöður“ er skáldskapur. Sýnist þá alveg ljóst að skilja beri orðin „rekkar nemi Dvalins drykk“ eitthvað á þá leið að menn skuli læra vísuna. I fyrri vísuorðunum tveim kemur svo fyrir kenningin „bjórs brík“ og getur merkt „kona“. Greinilega er gripið niður í miðja málsgrein, og hugsanleg samantekt vísuorðanna væri þá: „Að lík bjórs bríkar og mitt væri borið í einn sal. Rekkar nemi Dvalins drykk.“ Þetta er gott og blessað, en hvar á „dauðs“ heima? Og er það eignarfall af lýsingarorðinu „dauðr“ eða nafnorðinu „dauðr“ (= dauði)? Magnús Finnbogason setur það sem sjálfstætt lýsingarorð með „mitt“: „lík mitt dauðs“. Hermann Pálsson lætur það standa með Dvalins: „drykkur Dvalins dauðs“. Af strákskap gekk undirritaður framhjá þessu orði í skýringum og beygði þannig hjá, kannski vegna þess að hann langaði til að setja orðið niður á þriðja staðinn: Er ekki „dauðs salur“ einhverskonar „líkhús“? Þœttir úr sköpunarsögu verks Það er einatt haft fyrir satt á fræðibókum að sköpunarsögu Eddu megi rekja — og um leið skýra suma drætti verksins — á þennan hátt: Eftir utanför sína árið 1220 kvað Snorri lofkvæði mikið um Hákon Noregs- konung og Skúla jarl. Þetta kvæði nefndi hann Háttatal og var 102 erindi undir fjölskrúðugum bragarháttum. En við athugun komst hann að þeirri niðurstöðu að menn yrðu að kunna býsna margt fyrir sér í skáldskapar- fræðum til þess að geta skilið verk hans til fullnustu. Hann samdi því sérstakan formála að Háttatali, það sem nú heitir Skáldskaparmál í Eddu. Og enn komst hann í vanda: Til þess að menn skildu skáldamálið urðu þeir að kunna margt í goðafræði, og því prjónaði hann enn tvo kafla framan við Háttatal, formálann, sem nefndur er Prologus, og allýtarlega „goðafræði" sem nú heitir Gylfaginning. Hér skulu ekki bornar brigður á þessa kenningu. Margt í texta Eddu styður sköpunarsögu af þessu tagi, t.d. óþarfar endurtekningar, sem þykja benda til þess að verkið sé ekki „hugsað frá upphafi til loka“ heldur orðið til á þann veg að höfundur sé að þreifa sig áfram. Hinsvegar er ekki víst að sagður sé nema hluti sögunnar með þessu. Anne Holtsmark, eddufræðing- urinn norski, hefur komist svo að orði um Gylfaginningu: „Þetta er norræn goðafræði eins góð og hægt var að skrifa hana 200 árum eftir kristnitökuna á Islandi.“ (Kulturhistorisk leksikon, III. bd. dálkur 477, „Edda — den yngre“). Hér mætti gjarna staldra við. 365
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.