Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 106
Tímarit Máls og menningar Edda og samtíð höfundar Edda er ekki skrifuð sem fræðirit um goðafræði heldur skáldskap. Hún er skrifuð handa samtíðarmönnum Snorra, Islendingum eða íslenskum skáldum þrettándu aldar. Þar með opnast leið til að skilja margt í henni á annan hátt en sem sagnfræði eða goðafræði. Sumstaðar hefur verið á það bent að Snorri er reyndar að hníflast út í heimspekinga og guðfræðinga sinnar tíðar, svara þeim og stríða þeim með dulmáli sem þeir skildu áreiðanlega. Lítum á eitt kunnasta og ljósasta dæmið um þetta. I fimmtánda kafla Gylfaginningar ræðir um örlaganornir. Gylfi hefur spurt og fengið þau svör Hás að nornir skapi mönnum aldur. Honum eru sögð nöfn þeirra og síðan heldur Snorri áfram: Þá mælti Gangleri: „Ef nornir ráða örlögum manna, þá skipta þær geysi ójafnt, er sumir hafa gott líf og ríkulegt, en sumir hafa lítið lén eða lof, sumir langt líf, sumir skammt.“ Hár segir: „Góðar nornir og vel ættaðar skapa góðan aldur. En þeir menn er fyrir ósköpum verða, þá valda því illar nornir." SnE bls. 30. Eins og Anne Holtsmark hefur m.a. bent á (Studier i Snorres mytologi, 1964, bls. 18) eru Snorra vel kunnar vangaveltur kristinna spekinga á hans tíð um hið illa og hvers vegna algóður og almáttugur guð lét einnig hið illa viðhaldast. Skýringar voru oftast geysiflóknar og langsóttar, rökfærslan a.m.k. hálfhringur sem endaði með staðhæfingu á þá lund að guð skapaði hið illa til þess að geta beitt því í því skyni að vinna hinu góða framgang. Spurningin sem hann lætur Ganglera leggja fyrir Háan er einmitt þessi sama. En svarið verður giska ólíkt rökhringnum: Hið illa er einfaldlega til og við því er ekkert að gera! I áðurnefndu riti Holtsmarks er að finna ágætis dæmi um útúrsnúning Snorra á lærdómsritum samtíðarinnar. Niðurstaðan er sú að hann sýni þarna traustan kristilegan lærdóm — en goðafræði hans sé heimasmíðuð eða a.m.k. soðin upp úr ýmsum heiðnum og kristnum heimildum og því sé henni alls ekki treystandi. Edda og nútíminn Hér að framan hefur einatt verið talað um Snorra-Eddu sem einhvers- konar „fræði“, goðafræði eða skáldskaparfræði. Nútímalesanda ætti hún 368
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.