Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar
Edda og samtíð höfundar
Edda er ekki skrifuð sem fræðirit um goðafræði heldur skáldskap. Hún er
skrifuð handa samtíðarmönnum Snorra, Islendingum eða íslenskum
skáldum þrettándu aldar. Þar með opnast leið til að skilja margt í henni á
annan hátt en sem sagnfræði eða goðafræði. Sumstaðar hefur verið á það
bent að Snorri er reyndar að hníflast út í heimspekinga og guðfræðinga
sinnar tíðar, svara þeim og stríða þeim með dulmáli sem þeir skildu
áreiðanlega. Lítum á eitt kunnasta og ljósasta dæmið um þetta.
I fimmtánda kafla Gylfaginningar ræðir um örlaganornir. Gylfi hefur
spurt og fengið þau svör Hás að nornir skapi mönnum aldur. Honum eru
sögð nöfn þeirra og síðan heldur Snorri áfram:
Þá mælti Gangleri: „Ef nornir ráða örlögum manna, þá skipta þær
geysi ójafnt, er sumir hafa gott líf og ríkulegt, en sumir hafa lítið lén
eða lof, sumir langt líf, sumir skammt.“
Hár segir: „Góðar nornir og vel ættaðar skapa góðan aldur. En
þeir menn er fyrir ósköpum verða, þá valda því illar nornir."
SnE bls. 30.
Eins og Anne Holtsmark hefur m.a. bent á (Studier i Snorres mytologi,
1964, bls. 18) eru Snorra vel kunnar vangaveltur kristinna spekinga á hans
tíð um hið illa og hvers vegna algóður og almáttugur guð lét einnig hið illa
viðhaldast. Skýringar voru oftast geysiflóknar og langsóttar, rökfærslan
a.m.k. hálfhringur sem endaði með staðhæfingu á þá lund að guð skapaði
hið illa til þess að geta beitt því í því skyni að vinna hinu góða framgang.
Spurningin sem hann lætur Ganglera leggja fyrir Háan er einmitt þessi
sama. En svarið verður giska ólíkt rökhringnum: Hið illa er einfaldlega til
og við því er ekkert að gera!
I áðurnefndu riti Holtsmarks er að finna ágætis dæmi um útúrsnúning
Snorra á lærdómsritum samtíðarinnar. Niðurstaðan er sú að hann sýni
þarna traustan kristilegan lærdóm — en goðafræði hans sé heimasmíðuð
eða a.m.k. soðin upp úr ýmsum heiðnum og kristnum heimildum og því
sé henni alls ekki treystandi.
Edda og nútíminn
Hér að framan hefur einatt verið talað um Snorra-Eddu sem einhvers-
konar „fræði“, goðafræði eða skáldskaparfræði. Nútímalesanda ætti hún
368