Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 132
Tímarit Máls og menningar andstæður eru þeir í eðli leiksins miklu fremur hliðstæður'. Báðir eru trúaðir, í fyrstu á ljóðið og lækningarmátt þess. Sú trú Williams helst út allan leikinn en trú Ezra greinist eða færist yfir á aðrar lækningaraðferðir á sviði hagfræði og stjórnmála. Bæði skáldin eru fyrir „frelsi“ og mátt. Þörfin fyrir nýsköpun er hjá báðum og hún fer ekki fram bar- áttulaust. Með því að Ezra virðist vera meiri heimsmaður en William og þekkir End- urreisnina er hann fylgjandi stríði til að útiloka stríð. Að hans viti og lærdómi er stríð í þágu friðarins. I gerð Arna Ibsen er Ezra dálítið hvellandi bjalla í orðum sínum og ein- hæfur. En í framrás verksins gerist það sem Heraklítos frá Efesus hafði tekið eftir, að í heimi andans hverfur allt að andstæðu sinni, fyrir bragðið tekur Ezra völdin af Arna og gerir verk hans ekki aðeins gott til leiks heldur líka að heill- andi lesningu: því ef engin þróun hefði verið hjá Ezra, frá boðbera ljóðlistar í upphafi, síðan hagfræði sem gerði hann að áróðursmanni en harmsögumanni í lokin er óvíst hvort leikurinn hefði heill- að. William er að vísu allan leikinn á svið- inu en það er Ezra sem heldur honum þar. William stendur þar í ljóðrænum tíma sem er fortíð í samtíð okkar. Jafn- framt standa skáldin í sögulegum tíma og eru tvær hliðar á Bandaríkjunum sem eru á góðri leið með að stjórna leik heimssögunnar. Þetta er líklega megin- tilgangur verksins, sá að bregða upp táknum en ekki það að segja sögu vin- áttu sem er harla dularfull og engin skýring fæst á. Ezra er bandaríska stefnan sem lagði heiminn undir sig með því að öðlast þekkingu á honum og sigraði hann í fyrstu með því að heilla hann með orð- list, svo með framleiðslu, síðan með vopnum. Aftur á móti er William tákn einangrunarstefnunnar. Þótt hún sé talin vera afturhaldssöm veldur hún því að með henni ná þjóðir tökum á andlegum verðmætum sínum. Það að þannig stefn- ur fari saman er forsenda fyrir því að stórþjóðir geti orðið heimsveldi. Þær ná tökum á eigin möguleikum heimafyrir og um leið á möguleikum sínum á sviði alþjóðamála. Þetta er meginþáttur leiks Arna: hinn pólitíski. Hann dulbýr skoðanir sínar með Ijóðrænu yfirbragði, vegna þess að í ljóðleik er flétta orðanna fremur en söguþráðurinn það sem laðar áhorfand- ann að leiknum. Ljóðleikur er því að miklu leyti hugarleikhús hvers og eins. I lokin sveigist leikurinn á fjöll harmsins og lýsir hruni. Einræður Ezra verða í ætt við Manfreð og hann gengur örlítið á svið með stuðlunum. William kallar þetta að hann hafi fundið söng- röddina. Maður og hugmyndir eru í rúst. Það er kominn friður, fangelsun og formfesta á ný. Gömul kona gróðurset- ur tré fyrir friðinn, en höfundurinn er svo snjall (eða bölsýnn) að hann lætur tré friðarins valda striði, vegna þess að það hjálpar köttunum að komast í (frið- ar)dúfurnar. Sú var í rauninni kenning Ezra sem hann hafði frá speki Endur- reisnarinnar: friður veldur stríði en stríð skapar frið. Hinn andríki og fjarsýni Ezra lítur nú á tréð og kettina sem góða líkingu í ljóði. En höfundur leiksins, Arni Ibsen, eykur andlega veislu áhorf- andans með því að láta William (sem er nærsýnn menningarlega séð) líta á þetta sem sannleik fyrir þá sök að hann sér það gerast fyrir utan gluggann en ekki í hugmyndaheimi eða heilabrotum um eðli stríða og friðar. 394
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.