Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 135
Umsagnir um bakur
hefur Vésteinn Lúðvíksson óneitanlega
gert. Fiskurinn hefur svo lengi sem elstu
heimildir sýna, verið tákn leyndar-
dómsfullrar nálægðar guðdómsins og sá
sem getur séð fyrir sér dimma fiska
skjótast hljóðlaust rétt undir yfirborð-
inu, hann skynjar merkingarsvið þessa
tákns.
Svipað er að segja um hafið, sem hefur
ekki aðeins heillað og laðað manninn,
heldur ævinlega verið ímynd hins
óræða, hafdrekinn var skrímsli sem
fornþjóðirnar þekktu býsna vel af af-
spurn, hann táknaði leyndardóma haf-
djúpanna, á bak við þá ímynd leyndist
spumingin: hvað býr í djúpinu, hvað býr
í þessari ljósfirrtu andhverfu himinsins,
hafinu? Og á öllum öldum hafa rithöf-
undar glímt við sjóinn, hver man ekki
eftir Akab skipstjóra og glímu hans við
hvíta hvalinn, Moby Dick, og sögu
Nóbelskáldsins Hemingway um gamla
manninn og hafið.
Og ekki má gleyma goðsögunum,
t. d. sögunni um Jónas spámann, sem
hélt til hafs í kviði stórfisksins, (kannski
var sá stórfiskur Hrefna, hver veit) og
var þar í þrjá daga og þrjár nætur. Jónas
var fyrirmynd annars spámanns miklu
síðar, sem var þrjá daga í kviði jarðar og
reis upp á þriðja degi. Jóhannes er að
vísu ekki spámaður og því síður endur-
lausnari heldur endurskoðandi, en hvað
vitum við um skrifstofuna hans, hvaða
pappírar eru það, sem hann er að endur-
skoða? Kannski eigið líf og lífsviðhorf.
Pess eru mörg dæmi úr djúpsálarfræð-
inni, að þunglyndissjúklingar lýsi
ástandi sínu í anda goðsagnarinnar um
Jónas, án þess jafnvel að hafa nokkru
sinni þekkt þá tilteknu sögu. Þeir lýsa
ferð til hafs í kviði ófreskju, myrkur á
alla kanta. En loks birtir, framundan er
land og lausn úr kviði fisksins er í nánd.
4
Sé nokkur maður á leið til hafs, helst alla
leið útí hafsauga, þá er það Jóhannes
endurskoðandi. En sagan fjallar samt
ekki um glötun Jóhannesar heldur lausn.
I lok sögunnar undrast hann í fyrsta
skipti, hvers vegna enginn vill kannast
við sjóinn. Jóhannes er reiðubúinn til
þess að kannast við sjóinn, horfast í
augu við hið óumflýjanlega.
Sem fyrr segir er hafið eftir allt saman
tvírætt tákn þótt það skírskoti einkum
til eyðingar og dauða. Hins vegar hefur
vatnið gjörólíka merkingu, það er
ímynd lífsins, sem manninn þyrstir i. I
bók Vésteins er vatnið eitt af megintákn-
unum, lítum t. d. á þessa setningu, sem
er bæði í upphafs- og lokakaflanum.
Utaf Guði gengur vatn, útaf mönnum
gengur vatn, svo er einsog enginn vilji
kannast við sjóinn." Þessi orð mætti
leggja út á þann veg, að lífið gangi út af
Guði og mönnum en enginn vilji horfast
í augu við dauðann, hinn óumflýjanlega
förunaut lífsins.
En þar með er ekki öll sagan sögð um
vatnið í bókinni, það verður enn fremur
tákngervingur hinna mjúku gilda, t. d. í
þessum orðum: Vatn gefur eftir,
sagði hún. — En vatn verður ekki brot-
ið, mótmælti hann.“ Með öðrum orð-
um: Jóhannes hefur uppgötvað, að í
þessum harða og miskunnarlausa heimi
er mýktin lífvænlegri en harkan.
Og svo synda fiskarnir í tárinu, sem er
eitt þessara mjúku gilda, angi af höfuð-
skepnunni miklu. Þeir fiskar sem synda í
tárinu, hvaða fiskar eru það? Kannski
fiskar hinnar guðlegu návistar, kannski
þeir séu í hinum mjúku gildum, eins og
vatninu og tárinu.
Kannski er það boðskapur höfundar,
ef einhver er, að tárið og á bak við það
397