Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 6
Tímarit Máls og menningar minningasjóður allra rithöfunda hlýtur að vera. Einar Már dregur hins vegar litla dul á að söguheimur hans byggir á ýmsum staðháttum í vogahverfinu eins og þeir voru þegar hann var að alast þar upp, en eftir því sem á verkið hefur liðið hefur það sífellt færst fjær hinum sögulega raunveruleika, fjær því týpíska, viðleitnin er öll í þá átt að láta þennan heim lifa sjálfstæðu lífi, sem reyndar hefur komið niður á vinsældum þessara bóka. Pétur hlaut hylli fyrir fyrstu bækur sínar sem útmáluðu sameiginlega reynslu allra á dæmalaust hittinn hátt. Hann sker sig úr þessum þriggja manna hópi á þann hátt að hann einbeitir sér mest að þroska og tilurð einstaklings, en snýr svo á þroskasöguna í lokabindinu, aftýpíserar, ef svo mætti segja, Andrann sinn. Bók Olafs Gunnarssonar var öðrum þræði þroskasaga sem hvarf í skuggann af einni metnaðarfyllstu mannlýsingu íslenskra bókmennta í seinni tíð — þegar heildsalinn Engilbert er ekki á sviðinu í bókinni er dauft um að litast; Ólafur hlaut hins vegar skömm í hattinn fyrir það í bókinni sem raunverulega gefur henni líf og skapar henni sérstöðu, á þeim forsendum gagnrýnenda að ekki mætti hafa heildsala skemmti- legan án þess að sýna hver afæta hann væri. Eg held að það sé hægt að ræða tímabils- og efnisval þessara höfunda í öðru samhengi en að þeir séu hugfangnir af sjálfum sér og sinni reynslu. Að vísu má segja sem svo að þeir byggi væntanlega á því sem þeir hafi upplifað, rekist á um dagana, heyrt og séð, orðið fyrir, eins og gengur. Við getum líka fallist á að þeir Pétur og Einar Már notfæri sér beint hluti úr eigin bernsku, í það minnsta skyldi maður ætla að það væri nokkuð nærtækt og á ég reyndar ekki auðvelt með að sjá hvað er svona ámælisvert við það, enda kemur það aldrei skýrt fram í þessu tali öllu um bernskuminningarnar: Borges skrifaði að eigin sögn aðeins um sjálfan sig, Macondo Marquezar byggir á bernskuminningum, ein helsta perla íslenskra bókmennta, Fjallkirkjan, er lítt dulbúin sjálfsævisaga ungs rithöfundar. En Gunnari Gunnarssyni fyrirgefst held ég — og þá undanskil ég fegurð málsins í þýðingu Halldórs Laxness — ég held að honum fyrirgefist fremur að byggja á bernsku sinni en Einari Má og Pétri, vegna þess að hann fjallar um íslenskan veruleik fyrir syndafallið, hans heimur er sveitin. Mig grunar að bakvið þennan fyrirlitningartón í háðsglósunum um bernskuminningar ungra höfunda leynist að Reykjavík eftirstríðsáranna sé ekki verðugt efni í skáldsögu, hún sé lítilla sanda og lítilla sæva; ég held að undir lúri djúprætt sektarkennd í aðra röndina yfir því að vera hérna staddur, en ekki heima undir hlíðinni góðu. Það sé merkileg reynsla að alast upp í sveit en flytjast síðan í borg en ómerkileg reynsla að alast upp í borg. Það sé fagurt að leika sér að legg og skel en lítilsiglt að príla í stillönsum. Þetta kann vel að vera en hins vegar gleymist að það er ekki hin eiginlega reynsla sem byggt er á í skáldverki sem sker úr um gildi þess, né heldur hve trúverðuglega henni er til skila haldið. Skáldverk verður aðeins dæmt út frá því hve vel allir þættir þess standast gagnvart hver öðrum. Islenska skáldsagan — Reykjavík. Höfum það samhengi í huga. Það sem gerðist var þetta: þjóðin tók sig upp og flutti suður. Þegar svo margt fólk kemur 132
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.