Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 34
Tímarit Máls og menningar jevskí hefði kannski tekið undir slík orð, ekki vildi hann ljúga að náunga sínum — en hann hefði meint allt annað en Tolstoj. Eg leitast við að skapa „raunsæi í æðri merkingu", sagði hann. Og inn í það raunsæi gengu meðal annars meðöl reyfarans. Sumpart af því að hann var viss um „að skrifa vel er sama og að skrifa skemmtilega". Sumpart vegna þess, að sögubrögð reyfar- ans hentuðu ágætlega hans skapferli og mannskilningi. Nágranni Dostojevskís á skáldaþingi, Tolstoj, taldi það hjátrú að hægt væri að lýsa manneskjunni með því að vísa til nokkurra fastra eiginleika hvers og eins. Enginn er heimskur eða vitur, illur eða góður, sagði hann — en það er hægt að segja sem svo, að þessi maður hér sé oftar blíður en grimmur, skynsamur oftar en bjáni. Mennirnir eru eins og fljót, segir hann í skáldsögunni Uppstigning, vatnið er hið sama í öllum ám, en „hvert fljót er ýmist mjótt og hraðstreymt, eða breitt og lygnt, hreint eða kalt, gruggugt eða hlýtt. Eins eru mennirnir. Hver og einn ber í sér vísi allra mennskra eiginleika og sýnir stundum þessa og stundum hina og er oft alls ekki líkur sjálfum sér“. Semsagt: maðurinn er alltaf eitthvað annað. Jafnvel á hinum stóru stundum, þegar allt er í húfi, getur hann ekki losnað við myndir og hugrenningar sem vísa út fyrir dramað. Mannskilningur Dostojevskís gekk í allt aðra átt. I Fávitanum leggur hann þessi orð í munn sögumanni: „Ég skil ekki hvernig sá sem er undir áhrifum einhverrar ríkjandi hugmyndar, sem leggur undir sig hug og hjarta mannsins, ég skil ekki hvernig hann getur lifað í einhverju öðru“. Hann lætur þess getið, í sömu skáldsögu reyndar, að hann hafi lítinn áhuga á venjulegum mönnum, en þeim mun meiri á því sjaldgæfa fólki, sem menn hitta sjaldan fyrir í veruleikanum en er „engu að síður raunverulegra en raunveruleikinn sjálfur". Og þetta óvenjulega fólk sem hann er sannfærður um að sé salt jarðar og æskilegasta viðfangsefni skáldsagnahöfundar, einkennist einmitt af einhverri „ríkjandi hugmynd“ eða ástríðu, sem heldur persónunum fast í greip sinni og sleppir aldrei af þeim takinu. Því eru allar aðalpersónur hans manískar, þær eru einæðingar. Þær breytast ekkert að ráði í rás sögunnar, þær koma inn í söguna með sína ríkjandi hugmynd eða ástríðu og eru síðan að glíma við hana og afleiðingar hennar upp frá því. Raskolnikov í Glæp og refsingu spyr, hvort hann hafi eða hafi haft rétt til að drepa okurkerlingu til að ljúka þeirri tilraun með sjálfan sig sem hann telur öllu öðru nauðsynlegri og merkilegri. Rogozhín í Fávitanum er ekkert annað en hamslaus ástríða til Nastösju Filippovnu, sem hann ætlar að sigra með sínum krafti eða kaupa eða drepa ella. Nastasja lifir aðeins í hamslausu stolti hinnar föllnu konu, sem þarf að hefna sín á öllum þeim karlþrjótum, sem hafa tekið eða ætla að taka hana frillutaki. Allir sem máli skipta í sögunum eru fyrst og síðast \ 160
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.