Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 36
Tímarit Máls og menningar persónurnar rutt úr sér ótrúlega hreinskilnum játningum um helgustu leyndarmál sín. Þær hafa staðið í flóknum samsærum um ósæmilegan ráða- hag Ganja Ivolgíns, sem er ungur og óprúttinn maður á uppleið, og Nastösju Filíppovnu, og Nastasja hefur lesið yfir ágjörnum vonbiðli og lostafullum öldungum pistil, yfirfullan af máttugri reiði. Myshkín fursti, Kristur sögunnar, hefur játað þeirri sömu Nastösju ást við fyrstu sýn og fengið, bónorðinu til stuðnings, milljón rúblur í arf fyrr en nokkurn varði! Rogozhín hefur safnað hundrað þúsund rúblum sem hann ætlar að kaupa Nastösju fyrir — og hún hendir þeim í eld logandi og segir vonbiðli sínum að hann megi eiga þessa aura ef hann skríður eftir þeim á bálið. Fyrir nú utan það að á þessum langa degi, sem húmar hratt að kveldi, hafa persónurn- ar löðrungað hver aðra með mögnuðum orðum, fallið í ómegin með stórum tilþrifum, drukkið eins og svín og efnt í sameiningu til tveggja meiriháttar hneyksla, svo öll Pétursborg skelfur. Glæpur og refsing, Fávitinn, Bræðurn- ir Karamazov og Djöflarnir, allar eru þessar skáldsögur fullar með martrað- ir, ofskynjanir, sjálfsmorð og sjálfmorðstilraunir, að við bættum nauðgunar- tilraunum (tökum dæmi af Dúnju, hinni saklausu og stoltu systur Raskoln- ikovs í greipum Svídrígajlovs lostamorðinga). Ekki er heldur gleymt kyn- ferðisafbrotum á börnum og fávitum og öðru kryddi hrollvekjunnar. (Svídrígajlov, Stavrogín í Djöflunum, Totskí í Fávitanum, Fjodor Karama- zov.) Reyfarahöfundur gæti ekki gengið miklu lengra — hvort sem hann ber virðulegt nafn eins og Victor Hugo eða miður gott eins og Eugene Sue. En enn og aftur komum við að því, að Dostojevskí notar öll meðul á sinn hátt, eins og sjálfsagt er. I honum sjálfum leynist að vísu nokkuð af kvalalosta margra reyfarahöfunda, sem velta sér upp úr „hinum mestu þjáningum og niðurlægingu til að æsa upp hið daufa næmi manna“, eins og haft er eftir Frederic Soulé í formála hans að Endurminningum andskotans. En Dosto- jevskí ætlar sér annað um leið. Hann ætlar ekki að gefa sínu fólki nein grið, hann ætlar að hrekja það út á ystu nöf, skapa rök fyrir því að persónurnar tali blekkingalaust — að þær játi fyrir öðrum þær athafnir og þær hugleið- ingar, sem menn óttast að jafnaði að játa fyrir sjálfum sér í einrúmi — eins og hann komst að orði sjálfur. Dostojevskí lætur ekki staðar numið við að lýsa manískum persónum sem flækja sér af miklum dugnaði í herfilegustu raunir og stórslys. Hann fylgir þeim tíðindum og miklu uppgosi tilfinninga eftir með því að vera hinn stórtækasti í orðavali. Alltaf vill hann hnykkja á, nota hástig lýsingarorða, nístandi upphrópanir, taka helst þá sögn eða það lýsingarorð sem þykkast smyr lit á orðamálverkið. I þessu efni fer hann allt aðra leið en landi hans Tolstoj, sem hafði mestu andstyggð á bruðli með orð og taldi betur vansagt 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.