Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 48
Tímarit Mdls og menningar ætíð með lesandanum hvort þetta sé nú allt saman satt og rétt. Heimildir þjóna þessum tilgangi og þá skiptir ekki öllu hvort þær eru sannar eða lognar. FR: Er þetta ekki lúalegt gagnvart lesandanum? DK: Sjáðu til, ég er júgóslavneskur rithöfundur, frá ríki þar sem komm- únísk stjórn er við völd, og ef ég vil að verk mín birtist þar verð ég að gera ákveðnar varúðarráðstafanir. Ég er því ekki einasta að slá ryki í augu les- andans, heldur líka í augu ritskoðunarinnar. Ég bý þannig um hnútana að allt sem ég skrifa líti út fyrir að hafa verið birt annars staðar og því er ómögulegt að hanka mig á því að hafa farið út af flokkslínunni! Sú er ástæðan fyrir því að heimildaskrá fylgir aldrei bókum mínum. Með því myndi ég svifta hulunni af öllu saman! FR: Þú ferð með heimildir að vild og býrð aðrar til. Ertu með þessu að gefa sagnfræðingum langt nef? DK: Heillangt! Menn verða að hafa hugfast að saga kommúnistaríkj- anna, og einkum það sem lýtur að sögu útrýmingabúða Hitlers, er helber uppspuni. Ef svo ólíklega vill til að á þær sé minnst, er það gert með innan- tómum slagorðum og allt sem hægt er að falsa er falsað. FR: Telur þú sagnfræðinginn og rithöfundinn ósættanlegar andstæður? DK: Já. Raunar sagði Aristóteles gamli að skáldskapurinn kæmist nær sannleikanum en mannkynssagan. Eitt af hlutverkum okkar rithöfundanna er einmitt að fylla upp í þagnir mannkynssögunnar. FR: Heldur þú að fólk haldi áfram að lesa bækur? DK: Já, alveg hiklaust. Sú reynsla sem við öðlumst við það að lesa kryddar annað sem við upplifum, og allt myndar þetta eina heild. Mann- kynið geymir reynslu sína í þjóðsögum og á bókum. Flestir evrópskir bóka- unnendur lesa sömu bækurnar og þannig byggist upp sameiginleg reynsla sem við nefnum menningu. Þess vegna fjalla ég um bækur í bókum mínum. Raunar er ekki oft fjallað um bækur í bókum, og mig langaði til að bæta úr því. FR: En þú minnir líka á hættuna sem bókin getur haft í för með sér. DK: Já, það er hættan sem stafar af því sem ég kalla „einnar bókar fólk“. Þar á ég við fólk sem les aðeins eina bók aftur og aftur og trúir í blindni á allt sem í henni stendur. Þá er sama hvort um er að ræða marxíska bók, fasíska bók, bók um efnahagsmál, Biblíuna, Kóraninn eða hvaða bók aðra sem vera skal. FR: I bókum þínum fjallar þú oft um fólk í leit að sjálfu sér, eða á flótta undan sjálfu sér með því að skipta um nöfn og svo frv. Eru tilvistarvandamál þér ofarlega í huga? DK: Síður en svo! Hlutir eins og nafnaskipti eru daglegt brauð og ekki 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.