Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 49
Þögninni svarað minnsta ástæða til að fara yfir lækinn eftir vatninu í því sambandi. Það er nóg að kveikja á útvarpinu til að heyra fjölda frásagna af skæruliðum sem ferðast á fölskum forsendum undir röngu nafni. Byltingarmenn þeir sem ég fjalla um í Gröf handa Boris Davidovitch eiga sér allir fyrirmyndir. FR: Franskir gagnrýnendur hafa stundum flokkað þig nærri frönsku ný- sögunni. Ffvað finnst þér um það? DK: Eg á fátt sammerkt með frönskum nýsögumönnum. Eða réttara sagt, skrif mín standa nær kenningum þeirra en skáldskap. Eg er algerlega sammála þeim þegar þeir segja að endurskoða þurfi ýmislegt í hefðbundn- um skáldsagnaskrifum nítjándu aldarinnar, að nauðsynlegt hafi verið að umbylta persónusköpun, notkun rúmsins og fleira. Eins fitjuðu þeir upp á ýmsum athyglisverðum nýjungum í notkun ritmáls. En það sem ég kalla „kynngimagnaða hlutinn" greinir mig skýrt frá þeim. Með því á ég við að ég ljæ ýmsum hlutum, gamalli saumavél eða lampa, ljóðræna vídd, sem síðan gegnir ákveðnu hlutverki í frásögninni. Eins er háðið mikilvægur þáttur í bókum mínum, en það verður varla sagt um frönsku nýsöguhöfundana. Þó get ég alveg tekið undir orð Claude Simon þegar hann sagði: „Eina vandamálið sem ég á við að stríða er hvernig ég eigi að byrja, halda áfram með og enda setningu." Þar hitti hann naglann á höfuðið. En þótt ég sé sammála ýmsum hugmyndum þeirra, hef ég alltaf átt í mesta basli við að lesa skáldverk þeirra. Að einu undanskildu þó: Elskhug- anum eftir Marguerite Duras, sem kannski er ekki hægt að flokka sem nýsögu eftir allt saman. FR: Hvaða rithöfundar aðrir hafa helst haft áhrif á þig? DK: Rithöfundurinn verður að kunna skil á því sem hefur verið skrifað fram til hans tíma til að hann geti byggt á því, það er augljóst mál. Því er ekki hægt að láta undir höfuð leggjast að lesa menn eins og Joyce, Proust og Queneau, svo ég grípi nokkur nöfn af handahófi. Auk þess eiga ýmsir júgóslavneskir rithöfundar sterk ítök í mér, menn eins og Andric, Krleza, Crnjanski og fleiri. Franska nýsagan er aðeins hluti af því sem maður verður að kunna skil á. En það er alltaf erfitt að koma sér upp lista sem þessum. Eða eins og ein kennslukonan sagði við mig í skóla: „Það er ekki hægt að sjá á þér að þú hafir borðað tugi kílóa af kartöflum og svínakjöti um dagana, en það er samt sem áður hluti af þér!“ FR: Undanfarin ár hafa Frakkar talsvert leitað fanga í menningu Mið- Evrópu, þeirrar sem sprottin er úr rústum austurrísk-ungverska keisara- dæmisins. Hvernig skýrir þú þennan skyndilega áhuga? DK: Frakkar, og reyndar fleiri, eru smám saman að uppgötva menningu heimshlutans sem var áhrifasvæði austurrísk-ungverska keisaradæmisins. 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.