Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 52
Tímarit Máls og menningar áður en þessi ritgerð birtist, voru ljóð hans á hvers manns vörum, hafin yfir gagnrýni, lesin og lærð, elskuð og dáð og svo hefur ætíð verið það eg til veit. Og þó að í seinni tíð sé vitanlega fleira, sem dreifir athyglinni frá okkar gömlu stórskáldum, þá gæti eg trúað að minning Jónasar hafi lengst af lifað ferskara lífi en flestra hans samtíðarmanna. Eg man þegar eg var ung, hvað eg heyrði alla tala með mikilli virðingu og aðdáun um „Þjóðskáldin", sem svo voru nefnd, og hvað mér fundust þessir menn öfundsverðir að njóta slíkrar hylli, bæði lífs og liðnir, og þegar eg nú reyni að líta til baka eftir öll þessi ár, finnst mér sem Jónas hafi haft nokkra sérstöðu í þessum skáldahópi. Yfir minningu hans hvíldi einhver ljúfsár tregi, einskonar helgiblær, svo nær hafði mönnum gengið örlög þessa snillings að deyja í blóma lífsins snauður og einmana í framandi landi. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, finnst mér eg hafa heyrt farið með ljóð af þvílíkri viðkvæmni og innlifun og þegar höfð var yfir vísan „Enginn grætur Islending", (sem eg heyrði reyndar einhvern tíma að hann hefði átt að yrkja síðustu nóttina sem hann lifði). Og aldrei hef eg heldur skynjað slíka töfra í heitinu Islendingur, sem þar. Þetta fannst mér barninu og eg finn það alveg á sama hátt enn nú, þegar eg er orðin gömul kona. Og þó varð eg þess áskynja að um eitt skeið hafði þetta ástsæla skáld bakað sér andúð sumra landa sinna. Það var þegar hann birti áfellisdóm sinn í Fjölni um svaninn meðal íslenskra alþýðuskálda, Sigurð Breiðfjörð. Þegar eg var barn, var það mál að vísu firnt að mestu, en þó örlaði enn á minningu um þennan dóm. Til dæmis man eg að móður minni, sem þó var með mestu aðdáendum Jónasar, féll alltaf illa að hann skyldi hafa verið svona dómharð- ur um Sigurð. Þar var þó ekki um beiskju að ræða, heldur einhverskonar viðkvæmni vegna alþýðuskáldsins. En áður fyrr, nokkru fyrir og um miðja öldina sem leið, mun viðhorf sumra hafa verið talsvert gremjublandið í garð Jónasar, einkum meðal rímnaskáldanna og annarra alþýðlegra bragsmiða á íslandi. Margur eys af Fjölnisfarða fordild blandið heiðursrán. Skáldi reisa skammarvarða skal Islandi eilíf smán. Segir Bólu-Hjálmar í hinu mikla erfiljóði, sem hann orkti eftir Sigurð Breiðfjörð. Mér var líka einu sinni kennd vísa, eignuð forföður mínum, Skarða-Gísla. Eg man að sá sem fór með hana sagði: „Láttu þér nú ekki verða bilt við.“ Honum mun hafa blöskrað orðalagið, en þó fundist vísan að sumu leyti snjöll. Og hún er svona: 178
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.