Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 53
Jónas Hallgrímsson Landið hló við día dans, döfnuðu frjóar náðir. Fjölnir dó og faðir hans fari þeir óvel báðir. Fátt held eg að geti betur lýst sársauka alþýðuskáldanna og hversu mjög þeim þótti að sér vegið. Nú trúi eg ekki öðru en að Hjálmar og Gísli og sálufélagar þeirra hafi fundið að Jónas var stórskáld, og einmitt þessvegna hafi þeir tekið sér ádrepu hans svona nærri. Þeir hafa skynjað yfirburði hans, lærdóm og víðsýni og ef til vill einnig það, að raunar hafði hann að mörgu leyti rétt að mæla, en það var of sárt til þess að hægt væri að viðurkenna það. Að vísu var Jónas fátækur Islendingur eins og þeir, umkomulítið einmana sveitabarn og hamingjan honum á ýmsa lund næsta fráhverf. En hann hafði brotist til mennta, numið framandi tungumál, dvalið í erlendri stórborg og kynnst við stefnur og strauma, í skáldskap og listum, sem þeir voru að mestu útilokaðir frá, nema þá í einhverjum brotum. Og þó að þeir hafi kostað kapps um „að láta ekki baslið smækka sig“, eins og Stephan G. segir, þá hlutu aðstæðurnar að hafa áhrif á listiðkun þeirra. Þegar eg var unglingur heyrði eg eitt sinn merkan skólamann kveða svo að orði að Jónas hefði gerst banamaður rímnanna. Ekki er eg fær um að rökræða það mál, en eg hygg þó, að um þessar mundir hafi rímnakveð- skapur á íslandi hvort sem var verið farinn að nálgast sitt lokaskeið. Auk þess verður aldrei vitað með vissu hversu víðtæk áhrif ritgerðin hefur haft, þó beinskeytt væri. „Jónas dæmdi aðeins frá fagurfræðilegu sjónarmiði," heyrði eg sagt í útvarpi ekki alls fyrir löngu. Og meira að segja, getur hjá því farið að Jónas hafi sjálfur fundið að Sigurður Breiðfjörð átti til hrein listatök, þó að hann fengi of sjaldan notið sín til fulls? Og hvað sem líður öllu þessu mun það vera staðreynd að þrátt fyrir alla sína galla, sem Jónasi uxu svo mjög í augum, áttu rímurnar öldum saman miklu hlutverki að gegna á íslandi eins og þá hagaði hér til. í hinum fjarlæga, óraunverulega ævintýraheimi þeirra mátti fá einskonar mótvægi gegn örbirgð og mæðu hversdagslífsins og lengi mátti una við furðulegar rímþrautir og hina kliðmjúku hrynjandi stuðla og ríms. Lengi hef eg dáðst að því hvað Þorsteinn Erlingsson fer fallega að því að sætta þá Jónas og Sigurð í kvæði sínu Eden: Eg sagði við Jónas, þig fala eg fyrst, því Frón er þín grátandi að leita, og náðugri ritstjórn, því næst sem í vist í nafni þíns lands má eg heita. 179
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.