Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 78
Tímarit Máls og menningar ar, akuryrkju, áþján. Hann virðist hafa vaxið til þroska utanvið alla skáld- skaparhefð og verið í öndverðu sinnulaus um Yeats eða ensk ljóðskáld. I ljóðum sínum gerði hann það sem lítilfjörlegt var og gruggugt að yrkisefni, og fordæmi hans hefur fætt af sér sæg skálda, sumra vondra, sumra góðra, sem hafa ort um skurðinn bakvið húsið eða auðn og eyðileik vanhirtra sveitabyggða. Meginuppspretta áhrifa hans er vafalaust einbeiting ljóðsins að því sem er hversdagslegt og lítilmótlegt, afneitun kröfunnar um sögu- legan mikilfengleik, áherslan á persónulega meðvitund tjáða í hnitmiðuðu ljóði. Gott dæmi er ljóðið „Epic“: I have lived in important places, times When great events were decided, who owned That half a rood of rock, a no-man’s land Surrounded by our pitchfork-armed claims. I heard the Duffys shouting ‘Damn your soul’ And old McCabe stripped to the waist, seen Step the plot defying blue cast-steel — ‘Here is the march along these iron stones’. That was the year of the Munich bother. Which Was more important? I inclined To lose my faith in Ballyrush and Gortin Till Homer’s ghost came whispering to my mind He said: I made the Iliad from such A local row. Gods make their own importance. Þau ljóð eru nánast legíó sem nú birtast í skammlífum tímaritum og dagblöðum og raunar safnritum og hafa að yrkisefni óveruleg atvik staðar og stundar. Segja má að þessi þróun sé kæfandi og þurfi nauðsynlega á mótvægi að halda. Það mótvægi kynni að felast í vitund nýrrar kynslóðar um ljóðlist utan endimarka Irlands. Virðast má að á okkar dögum sé hver sú burðargrind, þarsem með hægu móti megi hengja mannlífið og allar þess spurningar og ráðgátur, hrunin til grunna. Samt virðist írsk sagnagerð, þegar á heildina er litið, halda dauða- haldi í hina hefðbundnu burðargrind, jafnt í skáldsögum sem smásögum. Og á þeim vettvangi er hið síendurtekna viðfangsefni sjálft þjóðfélags- ástandið: ótölulegar smásögur þarsem sögumaður tekur hlutlæga afstöðu og leiðir í ljós aðstæður, sem hefur svo augljóslega verið hagrætt og sýna svo litla innri hvöt til að endurmeta rammann sem smíðaður er utanum atburða- rásina, að írsk sagnagerð lendir í fallrennu sem skilar henni niðrí aukaatriði og sár leiðindi. Einungis örfáir höfundar hafa reynt að lappa uppá þær lúnu 204
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.