Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 93
Irskar nútímabókmenntir um leið áherslu á þörf ástar og skilnings milli þessara kynslóða. Stíll Jordans er vafningalaus og fylginn sér, og sögurnar eru byggðar á fínlega ofnu mynstri úr myndmáli nútímalífs. Síðan kom tiiraunakennd skáldsaga sem hann nefndi „The Past“ og fjallaði um Irland á dögum de Valera, en þannig að fortíðin var séð í samhengi við áhrif hennar á nútíðina. Arið 1983 birti Neil Jordan stutta skáldsögu, „The Dream of a Beast“, sem tók til meðferð- ar firringu okkar tíma með hliðsjón af fornum og sígildum goðsögnum, einkanlega sögninni um varúlfinn. Sögusviðið er útborg í Dyflinni sem smámsaman umhverfist og gengur á vald ógnum og firringu. Dæmisaga um einangrað eðli mannsins sem lætur til sín taka andspænis samfélagi nútím- ans. Þetta er furðulegt skáldverk, fagmannlega unnið, og lætur hvergi undan kröfum sósíalrealismans. Aðferð þess og einkaleg sýn opnaði írskri sagna- gerð nýja möguleika sem höfundurinn hefur sjálfur hagnýtt í kvikmyndum. Þeir sem bera hugmyndaríkar bókmenntir á Irlandi fyrir brjósti vona í lengstu lög, að Neil Jordan haldi áfram að þroskast á kvikmyndasviðinu ánþess að fórna sagnagerðinni! Tveir höfundar til viðbótar eiga heimtingu á stuttri umsögn. Sá fyrri er Tom Maclntyre, einn af mörgum orðasmiðum sem Irland hefur alið, en í hans dæmi eru orðaleikir annað og meira en afþreying eða íþrótt. Sögur hans eru stuttar, nálega einsog prósaljóð, og þær eru kvikar af furðu, samtímavísun- um og æsilegum málfarsnýjungum, sýna hverju orð og samtenging þeirra fá áorkað nánast hjálparlaust. Fyrir Maclntyre virðist liggja best að semja stuttar lausamálsfrásagnir, en hnýsilegt væri að fá frá hans hendi heila skáldsögu, jafnvel þó stutt væri. Hingaðtil hefur hann einungis samið lengri verk fyrir leiksvið, þarsem hárbeitt og gagnorð samtöl hans fá æskilegt svigrúm. Seinni höfundurinn er Jack Harte, sem birti fyrsta smásagnasafn sitt, „Murphy in the Underworld", árið 1986. Hér er á ferðinni hæfileikaríkur höfundur með ferskt ímyndunarafl og þrælmeitlaðar sögur sem enn einu- sinni spá góðu fyrir þessa tilteknu bókmenntagrein. Sjálft heiti bókarinnar og bestu sögurnar vitna um sérstæða tegund af írsku skopskyni, ádeilu og gáfnafari. Umhverfi Hartes er jafnt þéttbýli sem dreifbýli; bakvið hrjúfan veruleik sagnanna svífur efnið sem goðsagnir eru gerðar af; hann lætur sam- tímaveruleikann brenna til hvítrar ösku jafnt á sögusviðum annarra stjarna sem í myrkrum fylgsnum mannshugans. Sigurður A. Magnússon þýddi 219
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.