Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 107
Ad kunna skil á sínu skaz-i
ornum sem pabbinn gat ekki tið lofta undir. Hitt er óeðlilegt. Þess vegna
bið ég þig að gera eftirfarandi:
1) Láta kafla 29 halda sér eins og hann var í próförk áðuren ég hróflaði við
honum. Taka aðeins út tvö orð í setningunni: Eg fór með stelpu inná
klósett í fyrra, laug ég. Taka hér út laug ég.
I setningunni Allir í skúrnum brostu og ég titraði örlítið af hamingju.
Taka hér út: og ég titraði örlítið af hamingju.
2) Láta kafla 30 halda sér eins og eftir breytingar mínar í próförk, þ. e. a. s.
sleppa upptalningskenndu klausunum fremst og byrja kaflann á: Einu
sinni þennan vetur sá ég pabba reyna að bera gamlan mótor, etc.
Ég held að þetta sé eina eðlilega niðurstaða bókarinnar, nú ætti hún að
vera orðin laukrétt og ég get vonandi sofið rólega.
Hvað varðar uppsetningu sjálfs textans þá held ég væri fallegast að byrja
hvern kafla á nýrri síðu. Samanber Sveindómur eftir Egil Egilsson og Regin-
fjöll að Haustnóttum.
Kveðja,
Ólafur Gunnarsson
P.s. Ég held þetta sé óeðlilegt hvernig sem maður lítur á það. Stefán er
einfaldlega ekki nógu reyndur til þess að hann geti farið að beita stelpu
sexúal ofbeldi. Nú svo er líka sjálfsmorð Sigga Súpermann hinn eini sanni
endir bókarinnar.
Eftirmáli í marsmánuði 1987
Ljóstollur kom síðan út 10. október 1980, mæltist nokkuð misjafnlega fyrir
og seldist í 550 eintökum. Þrátt fyrir heldur dræma sölu mun þessi saga vera
sú bóka minna sem langmest er lesin. Ég hef stundum leyft mér þann
hégóma þegar enginn sér til, að læðast upp í hillur á söfnum, taka mér eintak
og skoða og séð mér til ánægju að þau verða þvældari og sjúskaðri og lækn-
ingastofu-legri með hverju árinu sem líður.
Mér dettur í hug skemmtileg saga: Kona kom inn á forlagið Iðunni, stuttu
eftir útgáfuna, fleygði bókinni þar á gólfið og sagði hátt og snjallt: ég er búin
að lesa hana og maðurinn minn er búinn að lesa hana, og dóttir mín er búin
að lesa hana, og sonur minn er búinn að lesa hana, og móðir mín, sagði
konan og stóð á öndinni, móðir mín sem er háöldruð kona og má ekki
233