Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 110
Sindri Freysson
Skuggar
Eg skelfist eigin skugga
því skuggi minn
er skugginn af mér.
Regnið þyrlaðist inn götuna, fylgdi vindinum dyggilega og skall með
krafti á mannverunni sem hljóp eftir götunni miðri. Þungir göngu-
skórnir gengu upp og niður á blautu malbikinu og skvettu upp drullu
og regnvatni sem óhreinkaði níðþröngar gallabuxnaskálmarnar.
Regndroparnir voru stórir og þungir í sér og þegar þeir lentu á andliti
hans fann hann til sársauka og hann snökti. Af hverju gat’ann ekki
haldist þurr. Veðrið rústaði öllu. Ollu. Fólk væri ekki í bænum þegar
veðrið væri svona. Ekki sjens. Djöfuls skítur.
Fiann rak fótinn snögglega í eitthvað hart og í örvæntingu sinni
reyndi hann að ná tökum á einhverju í fallinu en þarna var ekkert og
hann kollsteyptist með hendur og fætur í einni allsherjar flækju,
fleytti kerlingar eftir götunni þangað til gangstéttarbrún stoppaði
hann þunglega. Hann lá í ræsinu í nokkrar mínútur, grafkyrr. Regnið
buldi þungt á honum og rennbleytti þvældan bómullarfrakkann og
gallabuxurnar. Loks stóð hann upp, örhægt og varlega. Lófarnir
höfðu skrámast og það var sandur í rispunum. Annar fóturinn var
aðeins marinn en buxurnar höfðu höggvist í sundur um hnéð á
hinum og það blæddi úr sári. Hann horfði svipbrigðalaus á blóðið og
stakk höndunum sljólega í frakkavasana. Þá rankaði hann við sér.
Sprautan, sprautan, hann hafði misst helvítis sprautuna. Hann
hlunkaðist niður á hnén, hafði gleymt sárinu og þegar sársaukinn
kom æpti hann upp yfir sig og tár tóku að renna en rigningin tók
tárin með sér og það sást ekki hvað voru tár og hvað voru regndropar
á kinnfiskasognu andlitinu.
Hann leitaði fyrir sér með höndunum, þreifaði á götunn. í ákafri
leit að sprautunni sem hann hafði misst. Hann ýtti sér áfram Spyrnti
236