Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 111
Skuggar í götuna með hrjúfum skósólunum, þreifaði á dimmri götunni í ákafri leit. Orvæntingarfullar fálmkenndar og samhengislausar hugs- anir flugu um huga hans. Ef hún er brotin . . . fólk yrði að vera í bænum . . . mamma . . . af hverju mamma . . . af hverju? Hann andaði þungt og skreið eftir malbikinu, uppglennt augun reyndu að greina sprautu á götunni. Þarna . . . þarna. Hún lá þarna, alheil. Ennþá gráhvít . . . ennþá óskemmd. Hún lá þarna við hliðina á rauðum og bláum plastvörubíl sem hann hafði dottið um. Hann greip föstum tökum um sprautuna og skrönglaðist á fætur. Krakka- skratti, urraði hann og sparkaði í vörubílinn sem valt með holu plast- hljóði á hliðina. Hermann! Hann hrökk í kút við kallið, stirðnaði upp og kyngdi óttasleginn. Er þetta ekki Hemmi, sagði kvenmannsrödd fyrir aftan hann og hann sneri sér hægt við. Hún stóð á gangstéttinni, hélt á handtösku og hálsinn var teygður fram. Hún starði á hann rannsakandi. Og hann svitnaði þrátt fyrir kuldann. Hún gekk nær. Hemmi minn, sagði hún undrandi, hvað er að sjá þig barn? Hann reyndi ákaft að muna eftir feitu andliti hennar en var alveg tómur. Galtómur. Þú . . . þú ert holdvotur, kvakaði kerlingin og virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. Eg . . . datt, sagði hann bjálfalegur og reyndi að fela sprautuna uppi í erminni. Og mikið ertu orðinn horaður, Hemmi minn, og þú ert svo fölur . . . hefurðu kannski verið veikur? Hann svaraði engu, stóð bara þarna niðurlútur. En hvað er annars að frétta af blessuninni henni mömmu þinni? spurði hún og honum fannst augnaráðið gráð- ugt. Hún er eiginlega flutt, sagði hann og sá strax eftir að hafa sagt þetta, um leið og hann sleppti síðasta orðinu. Er hún flutt, hváði kerlingarfíflið og teygði hálsinn lengra fram. Hann fann að hún andaði framan í hann og honum varð óglatt. Flutt hvert? Hann sleikti varirnar órólegur. Hún . . . hún fór með Skúla til Sigló. Þessi gamla vinkona mömmu hans . . . eða var hún frænka . . . varð forvitnari og forvitnari. Já alla leið til Siglufjarðar, fékk Skúli þá starfið í frystihús- inu? Hún beið ekki eftir að hann svaraði. Og af hverju ert þú ekki með þeim? Fyrst að pabbi þinn fékk vinnu þarna . . . Hún líktist hræ- fugli. Hrægammi. Skúli er ekki pabbi minn, sagði hann skýrt, kreisti aftur augun og kýldi hana. Eins fast og hann gat. Hún hrundi niður, mikill búkurinn 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.