Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 113
Skuggar skrönglaðist út úr bílnum og hann var ruglaður og hann fann að líð- anin fór síversnandi og Palli Pé varð að geta reddað honum. Einhvern veginn vissi hann að hann hafði fundið staðinn og hann opnaði garðshliðið og gekk að húsinu. Skömmu síðar sat hann á hvítum garðstól úti í garðinum og horfði á vætuna leka eftir plasthúð- uðum stólarminum. Mild blaut birtan sem barst frá fjarlægum götu- ljósunum skerpti drættina í teknu andliti hans og setti hann í fókus skugga og þoku. Hann fiskaði eldspýtnastokk og sígarettupakka upp úr gallabuxnavösunum, formælti köldum rakanum og kveikti sér í sígarettu. Hendurnar skulfu og hann átti erfitt með að tendra eld- spýtu og erfiði hans bar ekki árangur fyrr en í þriðju tilraun. Þá saug hann græðgislega ramman sígarettureykinn ofan í lungu og litaðist um í garðinum. Palli Pé var ekki heima. Og hann beið og var hrædd- ur. Hann heyrði dauft fótatak á garðstígnum og spratt upp. Palli Pé (hélt hann) stóð þarna í jakkafötum og með skjalatösku og horfði rólega á hann. Hann ræskti sig vandræðalega. Þarna ee . . . Gústi sagði mér að tala við þig. Mig vantar eiginlega . . . Hann þagnaði og var óstyrkur. Palli Pé lét hringla í lyklum og virti Hemma fyrir sér. Síðan brosti hann breitt, kom nær og tók þétt utan um mitti Hemma. Komdu inn, sagði hann og horfði í augu hans, við sjáum til hvað við getum gert. Og hann brosti enn breiðar. Mölin rann til undir fótum hans og eitt andartak þóttist hann sjá einhvern á bak við sig og leit skelfdur við. En þarna var ekkert . . . aðeins hans eigin skuggi. Hann þokaðist framhjá ruslatunnuröðun- um og bárujárnsklæddum veggnum og fór fyrir hornið. Hann settist á tréstigann og hallaði sér að stálhurðinni. Hann vissi að þetta voru bakdyr að verslun en það skipti engu. Mestu skipti að þetta var afsíð- is. Hann tók upp sprautuna, fann nálina og tókst að sameina þetta tvennt í eitt. Hann vann hægt. Skalf ennþá en var ánægður. Þetta hafði farið bet- ur en á horfðist en aldrei aftur Palli Pé. Aldrei. Loks var allt tilbúið. Peysan og frakkaermin brett upp, beltisólin á sínum stað og efnið uppleyst í sprautunni. Hann dró andann djúpt og keyrði nálina inn. 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.