Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 121
leiki fuglafit, verði manni gengið út um kvöld að skoða tungl eða síðförult fólk taka þessir þræðir að vefjast hratt og hljóðlega um höfuðið, innan skamms er það horfið undir vafninginn, til að sjá áþekkt silkipúpu, en sjálfur nemurðu hvorki ljós né hljóð lengur, fálmar þig áfram uns fingurnir finna aðrar hendur, annað umvafið höfuð sem ekkert sér og ekkert heyrir Hann starir út um gluggann að morgni dags, á sjáöldrum hans er einþrykk af veruleikanum, kámugt og ógreinilegt . . . Frásögnin einkennist af tilfinningu fyrir óróleika, hraða, spennu, það er eins og allt sé þá og þegar að fara í hönk. Sögumaður er hræddur og haldinn of- sóknaræði, finnst sem það sé fylgst með honum, hlustað, horft: „Augu máluð á harðstrengt / léreft horfa á mig án afláts; . . . ég er hafður undir smásjá / hlutanna dag og nótt . . .“ En þrátt fyrir óttann grípur hann skyndilegt ofbeldi sem jaðr- ar stundum við kvalalosta, eins og þegar hann rífur gorm úr stílabók og vefur um háls kattarins „. . . uns augun fara að tútna, þá / sleppi ég og legg fyrir hann / mjólkurskálina." Þessum mótsagnakenndu tilhneig- ingum sem bærast með sögumanninum fylgir mögnuð innilokunarkennd eins og þegar hann fer í könnunarferð niður í afkima spegilsins en lokast þar inni þó að hann flýti sér upp stigann í ofboði, „. . . lemur / knýttum hnefa á hurðina, heyrir / undarlega blísturskennt hvísl / síast um skráargatið og þunglama- / legt fótatak deyft gúmsólum / fjarlægjast." Og þessu tengist stjórnlaus skelfing við eitthvað óþekkt og ógnandi á sveimi: Umsagnir um bakur „Það marrar í óhreinum snjónum / við dyrnar, einhver er kominn en / ég á ekki von á neinum." Allt virðist þetta þó vera huglægur veruleiki, en fullur af ógnum, ótta og óhugnaði. Hvíldin er svo við veruleikann, ytri veruleika. En hún er skammvinn. Fyrr en varir er hann orð- inn óraunverulegur, hversdagslegustu hlutir taka á sig uggvænlegustu myndir og úti er ótti við skriðufall, inni við veggjahrun: Næturkul andar á hálsinn aftanverðan og birtan dregst saman í lítinn punkt, þessi fáu timburhús undir íhvolfu fjallinu eiga sér einskis ills von, en skriðan á eftir að falla, hún á eftir að falla þegar haustnóttin er hálfnuð og allir í fasta svefni Þessi ótti við yfirvofandi skelfingu fléttast saman við þögnina, myrkrið og ljósið. Sögumaðurinn er fastur í tog- streitu milli myrkurs og ljóss og getur að hvorugu hallað sér: hann er haldinn sjúklegum ótta við hnífa sem koma eins og frelsandi birta og jafnframt ógnvekj- andi löngun í myrkrið og þögnina og léttinn sem þeim fylgir. „Þykk og voð- felld nóttin stöðvar alla hnífa.“ Og ein- mitt þá snýst nóttin upp í martröð: „skuggaverur bærast undir augnlokum". Mósaíkmyndin, sem sett er saman í huga lesandans við lestur þessarar bókar, verður ekki dregin með einu orði. Astæðan er auðvitað sú, að hún felst í heildaráhrifum verksins á lesandann. En heildaráhrifin liggja, held ég, ekki í myndunum sem slíkum, sem út af fyrir sig eru skýrar og sláandi, heldur í skipt- ingunni á milli þeirra, tilfinningunni sem 247
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.