Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 134
Tímarit Máls og menningar svo stóð á var erfitt fyrir Dani að standa gegn þjóðlegum óskum úr annarri átt og ráðlegast að koma Islandsmálum á hreint sem fyrst. Raunar finnast engin merki þess í heimildum að þessi ástxða hafi verið í huga nokkurs manns, og er þó ekki útilokað að það hafi verið.“ (s. 184) (undirstr. PF.) Sjálfstæðissaga Islands er tæpast meir en rituð til hálfs. Sagnfræðirit hafa lagt mest kapp á að lýsa „réttlátum kröf- um“ Islendinga, sem er eðlilegt þótt það sé ekki hlutlægt. Hinsvegar er öllu verra hversu danskar heimildir hafa ver- ið illa nýttar. Stundum gæti virst sem söguritarar telji að ef heimildir eru ekki finnanlegar á Islandi þá séu þær ekki til. Þess gætir í ívitnuninni að ofan. Varð- andi samþættingu S-Jótlands og Islands 1918 hefði þó verið tiltölulega handhægt að athuga umræður á danska Þjóðþing- inu það ár. I umræðum um íslandsmálið á þinginu komst annar helsti forystu- maður sósíaldemókrata, Borgbjerg rit- stjóri, svo að orði: „Og á því augnabliki þegar stríðinu lýkur og sjálfsákvörðunarréttur þjóð- anna verður krafa heimsins, verður það þá happadrjúgt fyrir okkur Dani sem sjálfir höfum stórt þjóðernismál óleyst, að við frá þessu litla landi mætum með þjóðerniskröfur okkar án þess að hafa leyst eigin mál?“ (Folketingstidende 1918-1919 dálkar 1598-1599.) Að þessu leyti voru danskir sósíaldemókrat- ar sammála J.C. Christiansen formanni Venstre, sem reit í blaðagrein eftir að ljóst var orðið hverja stefnu sambands- málið myndi taka: „Með sambandslög- unum gaf Danmörk umheiminum fagurt dæmi um hvernig virða á þjóðernið og hvernig við sjálfir viljum verða með- höndlaðir. . . . Vonandi virða hinar stóru þjóðir sjálfsákvörðunarrétt þjóð- anna á sama hátt og við.“ (Fyns tidende, 7. ágúst 1918.) I kaflanum „Nýtt stjómmálaflokka- kerfi“ er greint frá þeim miklu pólitísku breytingum sem áttu sér stað á fyrstu áratugum 20. aldar. Þessi kafli er ákaf- lega þýðingarmikill fyrir þá sök að þar eru þeir flokkar sem við þekkjum í dag, — eða „ættfeður" þeirra, — kynntir í fyrsta sinn. Það er því ekki aðeins nauð- synlegt vegna tryggðar við fortíðina að gera þessum kafla góð skil, heldur einnig til að unglingar átti sig á eðli og sögu þeirra pólitísku hreyfinga sem þeir eru í þann mund að kynnast og tengjast. „Enginn alþingismaður var meðal stofnenda Alþýðuflokksins. En árið 1921 tók Jón Baldvinsson formaður flokksins sæti á þingi, og hefur Al- þýðuflokkurinn átt fulltrúa á þingi síðan.“ (s. 235—236) Alþýðuflokkurinn eignaðist í raun þing- mann strax haustið eftir að tvíeindin Alþýðuflokkur/Alþýðusamband sá fyrst dagsins ljós 12. mars 1916. Þá var Jörundur Brynjólfsson nýkjörinn for- maður Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar kosinn þingmaður af lista Alþýðu- flokksins. „Málgagn eignaðist flokkurinn árið 1919 þegar Alþýðublaðið fór að koma út, meira að segja sem dagblað frá upphafi." (s. 236) Þetta er rétt svo langt sem það nær. Alþýðusambandið átti ekki málgagn fyrr en Alþýðublaðið kom út haustið 1919. Hinsvegar gætu þeir sem ekki vissu betur skilið þessa staðhæfingu svo að Alþýðusambandið hafi ekki notið málgagns fyrr. Hér hefði því þurft að 260
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.