Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 138
Tímarit Máls og menningar
in á því þingi ítrekaði raunar aðeins
réttmæti þeirrar baráttu sem kommún-
istaflokkar hinna ýmsu landa höfðu haf-
ið fyrir löngu. Hinsvegar er ekki ósenni-
legt að andstæðingum kommúnista þyki
handhægt að spyrða stefnu Kommún-
istaflokksins við ákvarðanir Kominterns
á þennan hátt. Þ. e. a. s. með því að
halda fram að Kommúnistaflokkurinn
hafi hafið baráttu sína eftir samþykkt
Komintern þingsins má koma þeirri
skoðun inn hjá fólki að flokkurinn hafi
verið viljalaust og þýlynt verkfæri í
höndum Moskvuvaldsins.
I lok kaflans eru nemendur beðnir að
láta álit sitt í ljósi um það hvort hlut-
drægni gæti í frásögninni. Varla er þar
hægt um vik, ef nemendur hafa ekki
annað við höndina en þessar rangfærslur
viðurkenndra fræðimanna og kennara,
sem þeir treysta á. Aróður og innræting
áratug eftir áratug hefur heltekið hugi
fræðimannanna sjálfra án þess að þeir
viti af. Og þeim er treyst. Þannig fær
fölsun sögunnar einskonar „vísindalega"
staðfestingu. Fjölmiðlarnir plægja jarð-
veginn og þar sem þeim sleppir taka
skólarnir við.
Sagnfræðingurinn er ekkert eyland, —
hann er hluti meginlandsins. Hann er
barn síns tíma, en um leið skapari fortíð-
arinnar í vissum skilningi. Verksvið hans
er að skýra atburði og þróun, varpa ljósi
á það sem var og þannig auka skilning á
því sem varð og því sem er. Sagnfræði-
rannsóknir eru til lítils ef niðurstöður
þeirra eiga ekki einhverja leið til fólks-
ins. Þróunarferlið í „endursköpun" for-
tíðarinnar liggur frá hinu almenna til
hins einstaka og frá „empírískum" raun-
veruleika til orða og hugtaka. Þannig
skapar sagnfræðingurinn stöðugt sög-
una. En þó að hann telji sig frjálsan í
starfi sínu að skapa og stílfæra söguna,
þá er hann altént í fjötrum. Annaðhvort
fræðilegra kerfa, eða þess sem telst til al-
mennrar skynsemi. En hvernig sem
leitinni að hinum sögulega sannleika er
háttað þá ætti að vera markmið hvers
sagnfræðings að endurskapa hið liðna á
þann hátt að horfnar kynslóðir myndu
ekki aðeins þekkja sig aftur, ef þær
fengju til þess tækifæri, heldur að þær
gætu lært eitthvað, því það sem þá yrði
þeirra framtíð, er nútíð eða fortíð okkar.
Þorleifur Friðriksson
Leibrétting
Þess var ekki getið í kynningu á danska rithöfundinum H.C. Branner í 4. hefti 1986,
að Ulfur Hjörvar las í útvarp fyrir tæpum áratug þýðingu sína á Rytteren.
264