Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 84
dögum sé afkomandi þess útvarpskveð- skapar sem dr. Olafur Daníelsson stærð- fræðingur og kvæðamaður góður gagn- rýndi í grein í Morgunblaðinu árið 1940 með svohljóðandi orðum: Ég hef aldrei átt neinn þátt í útvarps- kveðskapnum og mun aldrei eiga. Hann er fullkomið falsum, hann líkist í engu gömlum kveðskap eins og ég heyrði hann þegar ég var bam, það er naumast hægt að kalla hann eftirherm- ur, hann er spánnýtt seminaristiskt ungmennafélagsfyrirbrigði, músik handa jarðhitaskólum, stumpasirs- móður; honum verður sjálfsagt ekki útrýmt fyrr en ókúltúrnum er útrýmt úr landinu og þess getur orðið nokkuð langt að bíða eftir því sem nú horfir. Útvarpskveðskapurinn stendur líkt af sér við rímnakveðskapinn gamla eins og burstasteinhús gagnvart bóndabæ, það er að segja eins og skömmin gagn- vart sómanum (. . .) Þjóðernishroki íslendinga, sem alltaf er grunnt á, er auðvitað ekkert annað en bak- hliðin á mjög mikilli minnimáttarkennd. Þessi minnimáttarkennd hefur því miður valdið því að margt af því sem þjóðlegt er kallað þykir (og er) óumræðilega hall- ærislegt. I þessu hólfi lentu m.a. rímna- kveðskapur, glíma, vaðmál, lýsi og ótal margt fleira sem áður var stolt þjóðar- innar. En ég er alveg viss um að það er hægt að gera margt af þessu töff og smart á ný ef vilji er fyrir hendi, og ef einhver telur eitthvað unnið með því. Lítum bara á hvað heilsu- og hollustubylgjan hefurgert fyrir lýsið. Af hverju þykjajúdó ogkarate óumræðilega töff, en glíman ekki? Það er meðal annars út af klæðnaði keppend- anna, þessum hallærislegu sokkabuxum með handföngin á mjöðmunum. Og bjálfalegastur þykir reyndar dansinn sem stiginn er í byrjun hverrar glímu. Þama gætu framsæknir fatahönnuðir unnið þarft verk og glíma hugsanlega upp úr því orðið alþjóðleg keppnisgrein þar sem Is- lendingar yrðu heimsmeistarar fyrstu tvö þrjú árin. Dansinn mætti jafnvel líka nýta, samanber það hvemig argentínski karl- mannadansinn tangó hefur á ný lagt heim- inn að fótum sér á undanförnum árum. Ég held það sé sama minnimáttarkennd- in sem hefur staðið rímnasöngnum fyrir þrifum. Ég hef séð íslendinga sem ekkert áttu nema fyrirlitningarhnuss gegn rímna- söng sitja gapandi af andakt yfir spænsk- um flamencosöng sem þeir skildu ekki orð í og hljómaði stundum nákvæmlega eins og rímnasöngur. Það ætti því ekki að vera nokkur vandi að koma rímnasöng í tísku á ný. Og ef svo færi þá stæði ábyggi- lega ekki á skáldunum að láta kvæða- fólkið fá eitthvað nýtt upp í sig. Kannski eigum við á næstum öld eftir að eignast verk eins og Bondrímur, Ísfólksrímur, ís- bjargarrímur, Vængjasláttarrímur eða Rímur af Badda og Gógó. Hér er minningargreinin augljóslega í þann veginn að snúast upp í manífest. Það er því best að hætta, en upphaflegu spurn- ingunni er því miður enn ósvarað. Andar Rímnahefðin er kannski vagn sem bíður á hliðarspori í bók- menntasögunni, hliðarspori sem hægt er að tengja við kerfið hvenær sem er. 82 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.