Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 89
dæmissinni. Því það er ekki hægt að setja fram skilgreiningu í fullri alvöru án þess að gera þá kröfu að hún sé álitin skynsam- leg. Að segja „Ég set fram skilgreiningu en hún er ekki skynsamleg" er viðlíka gáfulegt og að segja „Ég lýg hér með að 2 plús 2 séu 4“. Ef ákveðnir dómar um gildi bókmennta eru fólgnir í ákveðnum skilgreiningum þá hljóta þeir dómar að vera skynsamlegir og þá ræður geðþótti okkar ekki gæðamati. Sjálfdæmissinninn verður því að líta svo á að okkur sé í sjálfsvald sett að kalla nánast hvaða texta eða textalíki „ljóð“. En nú er víðsýni af þessu tagi eitt af kennimörkum nýstefnu. Vígorð vísindaheimspekingsins Pauls Feyerabends, „Allt er tækt“, hlýtur að hljóma vel í eyrum módemista, enda kall- ar Feyerabend þekkingarfræði sína dada- íska. Segja má að nýstefna einkennist af eins konar sjálfdæmishyggju, listamaðurinn ákveður sjálfur hvað honum þóknast að kalla listaverk; Duchamp setti til dæmis reiðhjólsgjörð á sýningu og kallaði lista- verk. Því má spyrja hvort finna megi rétt- lætingu fyrir nýstefnu í sjálfdæmishyggj- unni. Það er að minnsta kosti ekki auðvelt fyrir sjálfdæmissinnann að halda fram hlut sígildrar listsýnar gegn nýstefnu þar eð sígild listsýn hefur að forsendu að til séu fagurfræðileg algildi. Sjálfdæmis- sinninn getur því ekki látið eigin geðþótta ráða mati sínu á listastefnum og þá stend- ur sjálfdæmishyggjan ekki undir nafni. Það má sem sagt nota sjálfdæmishyggj- una til að rökstyðja nýstefnu en sjálfdæm- ishyggjan hefur að forsendu að ekki sé hægt að verja listastefnur með skynsam- legum rökum. Nú voru svonefndir raun- spekingar (pósitífistar) sjálfdæmissinn- •7 ar. Að þeirra mati eru frumspekilegar staðhæfingar merkingarlausar. En þá hljóta þeir að hafna skáldskap sem ein- kennist af því sem Laxness kallaði „kosmískar sápubólur“. Ljóðlína á borð við: „Maðurinn er ei nema hálfur / með öðrum er hann meir en hann sjálfur" er frumspekileg fullyrðing og því merking- arlaus að mati raunspekinnar. Varla getur raunspekingurinn hafnað frumspeki sem fræðigrein en sætt sig við hana í skáld- skap. í þessu sambandi má geta að ný- stefnumenn hafna frumspekilegum kveð- skap og draga ýmist upp ljóðmyndir úr hversdagsheimi eða leysa ljóðmyndirnar upp. Rómantíkerinn William Blake aftur á móti boðaði í ljóðum heimasmíðaða „heimspeki" sem minnti einna helst á ný- alsstefnu! En Blake batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, fremur en sá sæli dr. Pjeturss. En áfram með smjörið og nýstefnuna. „Módemistarnir“ eiga það sameiginlegt með raunspekingum að vantreysta stórum orðum og hæfni skáldskapar til upplýs- ingar. Nýstefnuljóð eiga að vekja hughrif, ekki fræða. Einnig má finna andóf gegn frumspeki í skáldsögum nýstefnunnar. í bók Pierre Klossowskis, Roberte ce soir, er ómerkilegri viðreyningu lýst með hug- tökum aristótelískrar frumspeki, líkt og höfundur sé að henda gaman að allri visk- unni. Og í furðuverki Djunu Barnes, Nightwood, snýr ein af persónunum út úr háttstemmdri „visku“ með meistaraleg- um hætti: „Vér göngum öll til Húsa vorra hvert samkvæmt sínu eðli (...); hvað mig varðar hefur Guð skapað mig þannig að hús mitt er klósett." Og: „Dauðinn er inni- leiki sem gengur afturábak".9 Sjálfsagt má deila um túlkanir mínar á TMM 1990:2 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.