Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 47
sagan gæti hafa hlaðist utan á munnmæla- kjama — t.d. Bjarmalandsförina. t>á má gera ráð fyrir að sá kjarni hafi fylgt hinu hefðbundna mynstri sem Righter-Gould hefur greint. I hinni elstu rituðu gerð má þegar sjá atburðarás eða feril sem rýfur þetta mynstur, þ.e. píslarsögu Odds. í yngstu gerðinni er píslargangan farin að setja mark sitt á persónu Odds og „vitund“ eða meginhugsun sögunnar. Oddur elstu gerðarinnar er dæmigerður víkingur sem stendur í manndrápum og fjáröflun. Þess er gætt að hafa siðgæði hans í lagi. Hann gengur fúslega að skil- málum Hjálmars hugumstóra fyrir fóst- bræðralagi, um hvorki að éta hrátt, ræna kaupmenn né nauðga konum. Hann neitar að taka þátt í blótum og ætlar vitlaus að verða þegar Ingjaldur fóstri hans kallar til sín völvuna Heiði, enda hefur hún spáð honurn því ólukkans langlífi sem ber uppi harmleik sögunnar. Sögunni eru yfirleitt talin til tekna tæknileg atriði eins og ramminn sem spádómur völvunnar setur sögunni, leið- arminni eins og frægð Odds fyrir Bjarma- landsförina, örvarnar og trékylfan sem hann notaði iðulega á þá sem ekki bitu járn. Auk þess er nefndur tragískur tónn sögunnar. Þessi atriði binda söguna sam- an. Hitt er þó ekki síður áberandi, hve mörg atriði ganga þvert á atburðarásina og mynda átök sem rjúfa hefðbundinn ramma fomaldarsögu. Ferill Odds er ekki dæmigerður ferill hetju, því hann verður fyrir óvenjulegu mótlæti. Hann sver sig í ætt við Grettis- eða kolbítsmanngerðina, sem nánast er forsenda þess að fornaldar- sögur hefji sig yfir einfalda röð ævintýra og myndi dramatísk eða skopleg átök. Með því að setja hann í fóstur nýfæddan er komið í veg fyrir illindi við föðurinn, með orðum móður hans er gefið í skyn að hann muni gjalda lítinn ástarhug við Hrafnistumönnum. Eftir átakalítinn upp- vöxt, þar sem þó er sviðsett hatrömm and- staða Odds gegn heiðni og fomeskju, tekur Oddur til sinna ráða sem afdráttar- laus burðarás sögunnar, og hann grípur til sinna ráða til að koma í veg fyrir að spá- dómurinn rætist og leggst í víking. Hann fær hæfnisvottorð með frækilegri ferð til Bjarmalands og honum gengur allt í hag- inn framan af. Eitt megineinkenni víkingasagna er, að sögn Helgu Reuschel (Reuschel, 56), fé- lagsleg samheldni skipsfélaga og kon- ungshollusta. Hetjur sórust í fóstbræðra- lag og herjuðu yfir sumarið, en voru land- vamarmenn konunga yfir veturinn. Þetta brást hjá Oddi, því félagamir entust hon- um stutt, og hann eirði aldrei lengi á sama stað. Hann fór til Irlands og missti þar Asmund fóstbróður sinn, kvæntist og eignaðist dóttur, en hélst þar þó ekki leng- ur en þrjá vetur. Þetta er óvenjulegt í fornaldarsögu og sýnir að Oddur er ekki hefðbundin hetja. Þemað er félagslegt, félagstengsl hafa ákveðna merkingu fyrir samhengi sög- unnar. Þegar félagar hans eru dauðir verða hvörf í sögunni. Einsemd ræður ríkjum eftir dauða Hjálmars. Oddur fær frændur sína með sér suður á Miðjarðar- haf, kynnist þar kristni og lætur skírast. Þá fer hann aftur af stað, brýtur skip sitt og missir menn sína, kemst í land og fer til árinnar Jórdanar og baðar sig. Hefð- bundin einkenni víkingsins eru flysjuð af honum og hann endurfæðist nánast sem annar maður. Oddur fer út á mörkina líkt og kristinn einsetumaður. Hetjudáðir TMM 1990:2 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.