Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 109
saman efni og form — ljóðið flæðir áfram líkt og fólkið sem streymir niður hlíðamar. Nú eru aðrir tímar er heildstæð ljóðabók. Það er jafnvel hægt að leika sér að því að ímynda sér hana sem svar við fyrsta ljóðinu, „Auglýsing", þar sem „lýst er eftir konu sem fór að heiman í árdaga“. Að bókin sé eins konar svar við því hvað dreif á daga þessarar konu. Ljóðunum er raðað þannig að það er oft eins og þau sem standa saman á opnu myndi par og styðji hvort annað og þetta eykur enn á heildarblæ bókarinnar. Þegar dregur að lok- um verður fyrir lesanda ljóðið „Endurkoma“ og þá finnst honum ef til vill að þar sé komið svar við „Auglýsingunni“ — konan sé komin heim aftur. Og titilljóðið, „Nú eru aðrir tím- ar“, fylgir svo fast á eftir og setur punktinn aftan við ferðalag hennar. Lesi maður bókina svona verður aftasta ljóðið, „Ur myndabók hugans — Moskva“, eins konar eftirmáli og fer vel á því. Það er eiginlega stuttur ljóða- flokkur og sker sig þvf úr. í því er líka annar tónn og formið er öðru vísi, t.d. er fátt um endurtekningar. Hér er eins og nútíð og fortíð sé stefnt saman á nýjan hátt, í upprifjun mann- eskju sem heimsækir gamalkunna staði á ný. Og margdauðar sálir fara að vappa í afkimum hugans. Moskva fortíðarinnar talar til skálds- ins gegnum Moskvu nútímans og það er gamla Moskva sem stendur því nær, þrátt fyrir allt. Tíminn vill ei tengja sig ... Þetta er persónulegt kvæði og áhrifamikið eins og reyndar bókin í heild. „Ég bið ekki um sálarró, staðsettur miðja vega milli himnaríkis og helvítis, nýs og gam- als, austurs og vesturs (...)“ orti Sigfús Daða- son. Það gerir Ingibjörg Haraldsdóttir ekki heldur. Hún'þakkar í „Morgunljóði" fyrir að enn skuli gefast nýir dagar en tilfinningum sínum til fortíðarinnar lýsir hún svo í ljóðinu „Nostalgía" (aftur verð ég að segja að titillinn mætti missa sín): Ég sakna ekki þess sem var ég trúi ekki á fegurð fortíðarinnar en draumanna minnist ég með trega nú þegar kólnar og dimmir og bilið vex milli þess sem er og þess sem átti að verða Þetta ljóð sem ég held að sé nú þegar á margra vörum ber mörg aðalsmerki ljóða Ingibjargar. Þau spanna margt — heitar tilfinningar, ugg, sorg og þrá, en yfir öllu er einhver þokki djúprar reynslu. Það er í krafti slíkrar reynslu sem hægt er að viðurkenna án beiskju að tíminn felst ekki lengur í endalausri framtíð, ókomnum árum sem glóa, svo vitnað sé í annað skáld. Tíminn er grimmur og óskiljan- legur, tengir sig ekki við mann en líður samt og ber okkur með sér. Liðnar stundir eru í farteskinu og lita sýn manns á hina nýju tíma en hindra hana ekki. Og það eru góðar stundir sem lesandi á með nýjustu ljóðabók Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Svanhildur Oskarsdóttir Líf á þurru landi ísak Harðarson: Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru. Iðunn 1989. ísak Harðarson hóf feril sinn sem kröftugt ádeiluskáld. I fyrstu tveimur bókunum, Þriggja orða nafn og Rœflatestamentið, er stíllinn harður og hávær: Lesandinn á ekkert að vera í vafa um á hvað er deilt. Lítið mynd- mál; en húmor og kaldhæðni gerði ádeiluna beittari þegar best tókst til. Síðan kom Veggfóðraður óendanleiki. Þá var ísak greinilega kominn í kreppu, hættur að treysta orðunum og snéri sér að konkret- ljóðlist með góðum árangri. Fyrir þremur ár- TMM 1990:2 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.