Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 68
að skýra uppruna Hómerskviða en hafa síð- an fengið miklu almennara gildi og verið notaðar víða. Meginkenning bókarinnar er að kvæðamenn á munnlegu stigi læri ekki utanað, orð fyrir orð, höfundarlaus kvæði um fornar hetjur heldur styðjist þeir við formúlur og fastmótuð frásagnarmunstur og frumyrki því með nokkrum hætti í hvert sinn sem þeir flytji kvæði sín. Kenning Lords, sem nefnd hefur verið munnlega kenningin, varð síðan aflvaki nýrra rann- sókna sem hafa byggst á því að styðjast við vettvangsrannsóknir á munnlegri varð- veislu í stað þess að sitja heima við skrif- borðið eða í sófanum og hugsa upp hvernig líklegast sé að þeirri varðveislu sé háttað. Það hefur komið í ljós að slíkar upphugsað- ar leiðir, hversu „líklegar“ sem þær virðast vera í augum hinna lærðustu manna, eiga sér oft litla stoð í raunveruleikanum. Parry og Lord voru langt frá því að vera fyrstir til að taka eftir þeirri aðferð við varðveislu og flutning kvæða sem Lord lýs- ir í bók sinni og sama aðferð hefur verið staðfest síðan í vettvangsrannsóknum ann- arra manna. Lord var hins vegar fyrstur til að setja saman heilsteypta kenningu út frá rannsóknum sínum og uppgötvunum.2 Það er því óumdeilt að mynstrið sem Lord lýsir er í grundvallaratriðum rétt. Deiluefnin eru samt ærin og þær spum- ingar sem einkum þarf að glíma við eru þessar: 1. Eru þau lögmál sem Lord lýsir algild fyrir munnlega varðveislu? 2. Hvemig er háttað samspili munnlegrar menningar og ritmenningar? 3. Er hægt að nota vettvangsrannsóknir á lifandi munnlegri hefð í nútímanum til að útskýrafyrirbæri úrfortíðinni frá þeim tíma þegar munnleg menning ríkti? Þó að þessum spumingum sé að nokkru leyti enn ósvarað er fráleitt að halda fram að kenning Lords hafi verið hrakin. Lýsing Lords á ekki viö öll munnleg samfélög Fyrst eftir útkomu The Singer ofTales var því haldið fram að hin munnlega kenning Lords ætti við alla munnlega varðveislu kvæða og sagna í öllum samfélögum og á öllum tímum. Sjálfur reyndi Lord að halda aftur af mönnum sem vildu draga svo víð- tækar ályktanir af athugunum hans enda hefur komið í ljós að ýmsar aðrar leiðir eru hugsanlegar við sköpun og varðveislu kvæða á munnlegu stigi en þær sem Parry og Lord rannsökuðu hjá sagnasöngvurun- um í Júgóslavíu. Til dæmis hafa menn stað- fest að önnur lögmál virðast ráða þegar nafngreind skáld yrkja kvæði út af ákveðn- um tilefnum, fyrir ákveðna höfðingja og til að flytja við ákveðin tækifæri. Við slíkar aðstæðureroft mikið ásig lagt til að tryggja orðrétta varðveislu með samæfingu stórra hópa og má jafnvel líkja slíkum flutningi við æfð leikrit.3 Fyrir íslenska fræðimenn gætu þessar rannsóknir verið ákaflega gagnlegar því að ekki er útilokað að þær skýri tilurð og varðveislu sumra goða- kvæða og enn frekar dróttkvæða sem nafn- greind skáld ortu, oft til að bera lof á höfðingja, lífs eða liðna, og flytja við sér- stök tækifæri við konungshirð. Slíkar að- stæður kalla á allt aðra tækni við varðveislu kvæða heldur en þegar menn kveða undir frjálsum bragarháttum um fornar bardaga- hetjur sem allir kannast við. Slíkar viðbótarupplýsingar breyta þó engu um það að kvæðamenn Lords varð- veita sín kvæði með þeim hætti sem hann lýsir. Munnlega kenningin er því ekki hrak- in þó að menn hafi dæmi þess að við ákveðnar aðstæður á munnlegu stigi sé reynt að varðveita texta orðrétt. I þessu sambandi er rétt að minna á að orðrétt varðveisla er ekki vandalaus enda þótt menn í munnlegum samfélögum leggi sig alla fram. Dæmi eru um að heilir skólar, 66 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.